Áreynsluleysið kemur með mikilli áreynslu 8. desember 2012 08:00 Pétur Gunnarsson rithöfundur. Skáldsögur sem fjalla um samtímann gerast ekki mikið meira í núinu en Íslendingablokk Péturs Gunnarssonar. Bókin hefst á nýársdag á þessu ári og lýkur á útgáfudegi bókarinnar nú fyrir skemmstu. Pétur sat líka að skriftum fram á haust. En þótt Íslendingablokk sé samtímasaga liggja þræðir hennar víða, bæði í tíma og rúmi og ná jafnvel alla leiðina aftur í Miklahvell. Verkið sjálft teygir anga sína líka langt aftur, tuttugur ár nánar tiltekið, og átti upphaflega að vera hluti að öðru verki. "Ég réðst á sínum tíma í verkefni sem ég nefni Skáldsögu Íslands, undir þeim hatti hafa til þessa komið út þrjú verk á árunum 2000 til 2004. Ég hafði viðað að mér efni um þónokkurt skeið, en vildi ekki beinlínis fara í þetta far að skrifa sögulega skáldsögu, sem er ákveðið "genre"; sá sem skrifar sögulega skáldsögu þarf að vera mjög vel heima í þeim tíma sem hann fjallar um og þarf að gæta sín á anakrónisma, svo sem í málfari eða láta atburði henda sem passa ekki við sögutímann og svo framvegis. Ég aftur á móti vildi vísvitandi stíga yfir þetta strik og hræra nútímanum saman við söguna. Ég var því alltaf með eitt nútímahorn í þeim sögum."Uppfærslan varð yrkisefni Nútíðarkaflinn vildi hins vegar stækka og þenjast út. "Fyrir tuttugu árum ætlaði ég að skrifa sögu um þessa karaktera og hafa þá hreinlega inn í Skáldsögu Ísland. Hún hafði hins vegar tilhneigingu til að verða of stór fyrir þær bækur og að lokum afréð að gera sjálfstætt verk úr þessum nútíðarkafla." Pétur setti sér fyrir að láta þá sögu gerast í rauntíma stundarinnar sem er að líða. Sá rauntími var upphaflega árið 1992 en varð að endingu árið 2012. Í millitíðinni hafði Pétur gert nokkrar atlögur að sögunni og fór því eðli málsins samkvæmt jafnan mikið púður í að uppfæra hana. "Það er dálítið skondið að sjálf uppfærslan varð síðan eitt af yrkisefnum bókarinnar. Árið 1992 var fólk enn að skrifa ávísanir, netið var ekki komið eða farsímar og svo framvegis. Alltaf þegar ég réðst til atlögu við verkið á ný þurfti ég að taka tillit til þessa, uppfæra tæknistigið og láta karakterana fá þessi tæki og tól í hendur og uppgötva jafnvel hvernig það breytti samskiptum þeirra. Ýmislegt fleira breyttist að sjálfsögðu einnig; persónur sem voru 65 ára þegar ég byrjaði voru orðnar 85 ára núna og ég hafði ástæðu til að óttast um að ég væri að missa þær yfir móðuna miklu."Að hliðra veruleikanum til Sagan er nokkuð kyrfilega staðsett í Reykjavík nútímans og vísar í atburði sem voru ofarlega á baugi á árinu sem var að líða. Sumar persónurnar gætu líka komið kunnuglega fyrir sjónir úr raunveruleikanum, til dæmis Máni Ísaksson, sem hefur getið sér orð fyrir hjálparstarf í Afríku en snýr heim til að bjóða sig fram til forseta. (Stefán Jón Hafstein?) Pétur tekur þó fyrir að Íslendingablokk sé lykilsaga. "Hitt er annað mál að maður nótar oft hjá sér eitthvað skemmtilegt sem maður heyrir eða verður vitni að og það kann að rata löngu löngu síðar inn í bók. Mín aðferð er að hliðra veruleikanum aðeins til, vera á skjön við hann til að sjá hann betur. Ef ég færi bara akkúrat ofan í hjólförin sem við erum í skilaði það kannski ekki miklu. Ég er svolítið í því að leika mér að veruleikanum en get ekki merkt að það séu persónur á bakvið persónurnar. Máni kemur úr Skáldsögu Íslands og ég var fyrir löngu búinn að staðsetja hann í hjálparstarfi í Afríku áður en þetta með Stefán Jón kom upp á. Það helgaðist af því að Máni var búinn að ferðast um allan heiminn og hans niðurstaða eftir þá reisu var að fólk væri gott. Mögulega hefur það ýtt undir löngun hans til að verða að liði."Fólk er gott Allar persónurnar í bókinni eru dregnar af slíkri næmni og samlíðan að það liggur beint við að spyrja Pétur hvort hann deili þessari lífsskoðun með Mána, að fólk sé gott. "Já, alveg hiksta- og skilyrðislaust. Það er svo mikill munur á fólki sem maður kynnist í raun og þeirri mynd sem kann að framkallast af fólki í fjölmiðlafárinu. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Ég hef sjálfur farið í mína reisu og mætti aldrei öðru en góðvild. Raunar lygilegri góðvild." Jafnvel má líta á Íslendingablokk sem mótvægi við raðuppnámið og dómhörkuna, sem oft einkennir þjóðmálaumræðuna. "Ég held að það sé gríðarlegur munur á því sem er að gerast í fjölmiðlaumræðunni og því sem er að gerast hjá fólki upp og ofan. Tökum sem dæmi þessa borgarastyrjöld sem ríkir á Alþingi Íslendinga, hún er svo afmörkuð við þennan hóp. Ég held að þú finnir hvergi á Íslandi mengi af fólki sem er svipað innstillt og þetta litla mengi í þinginu. Samt breiðist þetta yfir allt þjóðlífið – þetta er nú einusinni fólkið sem við höfum kosið til að standa vaktina og koma þjóðarskútunni í heila höfn. En það sem okkur er boðið upp á jaðrar við að vera óbærilegt á köflum." Pétur segist þó ekki hafa skrifað bókina með neinn meðvitaðan boðskap í huga, hann komi meira ósjálfrátt. "Þegar maður stendur upp frá verki lokast það á vissan hátt fyrir manni, maður stendur fyrir utan það. Þetta er svolítið svipað og með drauma. Þegar þú vaknar manstu óljóst eftir draumnum en svo gufar hann upp á meðan þú ert að klæða þig í. Skáldskapur er smíðaður að verulegu leyti úr dulvitund og fyrir bragðið hefur verkið tilhneigingu til að fjarlægjast mann um leið og punktur er settur. Fyrir vikið á ég oft erfitt með að tilgreina hvað er hvaðan og hvað er hvað."Lýtur járnhörðum lögmálum Sem stílisti er Pétur upp á sitt allra besta í Íslendingablokk; textinn meitlaður og drekkhlaðinn merkingu en um leið svo lipur og flæðandi að það er engu líkara en hann hafi verið skrifaður áreynslulaust. "Ég held að það sé alltaf blekking," segir Pétur. "Áreynsluleysið er búið til með mikilli áreynslu. Þótt ég hafi ekki verið tuttugu ár að skrifa bókina þá var hún mjög lengi í gerjun. Ég get verið mjög lengi að vinna með texta sem stafar af því að hann virðist lúta einhverjum lögmálum sem eru járnhörð; ég reyni kannski að koma með viðbætur og textinn hrindir þeim jafnharðan frá sér. Það er einhver músík í textanum sem ég verð að hlíta. Á meðan ég er að vinna textann er ég samrunninn honum – hann er svo að segja runninn mér í merg og blóð. En svo kemur að því stigi að hann er tilbúinn og hafnar öllu sem kemur nýtt í viðbót og þá skilar maður af sér."Að gleðjast yfir ómögulegum texta Textinn í Íslendingabók afspyrnuskemmtilegur aflestrar. Var skemmtilegra að skrifa þessa bók en aðrar? "Ég man ekki til þess. Yfirleitt finnst mér mjög gaman að kljást við texta. Mín kenning um muninn á rithöfundi og ekki rithöfundi er sú að sá sem er ekki rithöfundur brotnar saman yfir vangetu sinni. Hann les það sem hann skrifaði í miklu stuði daginn áður, sér að það er ekki boðlegt og missir móðinn. Rithöfundur hins vegar gleðst yfir því hvað afraksturinn frá því í gær er ómögulegur því þá eygir hann möguleika til að betrumbæta. Þetta er það sem drífur mann áfram. Maður skrifar á hverjum degi í nokkra klukkutíma á meðan frjómagn er í hugsuninni og sköpun í gangi. Að því búnu er brýnt að hætta, að ætla að halda áfram eftir að maður er orðinn tómur er dæmt til að mistakast. Síðan gerist eitthvað stórkostlegt um nóttina, í svefninum. Undirvitundin heldur áfram að vinna – maður vaknar endurnýjaður og kemur nýr að verkinu. Ég hef nú verið nokkuð lengi að verki, í 40 ár, en ég nýt þess alltaf jafn mikið að vakna og uppgötva lífið í textanum." Menning Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Skáldsögur sem fjalla um samtímann gerast ekki mikið meira í núinu en Íslendingablokk Péturs Gunnarssonar. Bókin hefst á nýársdag á þessu ári og lýkur á útgáfudegi bókarinnar nú fyrir skemmstu. Pétur sat líka að skriftum fram á haust. En þótt Íslendingablokk sé samtímasaga liggja þræðir hennar víða, bæði í tíma og rúmi og ná jafnvel alla leiðina aftur í Miklahvell. Verkið sjálft teygir anga sína líka langt aftur, tuttugur ár nánar tiltekið, og átti upphaflega að vera hluti að öðru verki. "Ég réðst á sínum tíma í verkefni sem ég nefni Skáldsögu Íslands, undir þeim hatti hafa til þessa komið út þrjú verk á árunum 2000 til 2004. Ég hafði viðað að mér efni um þónokkurt skeið, en vildi ekki beinlínis fara í þetta far að skrifa sögulega skáldsögu, sem er ákveðið "genre"; sá sem skrifar sögulega skáldsögu þarf að vera mjög vel heima í þeim tíma sem hann fjallar um og þarf að gæta sín á anakrónisma, svo sem í málfari eða láta atburði henda sem passa ekki við sögutímann og svo framvegis. Ég aftur á móti vildi vísvitandi stíga yfir þetta strik og hræra nútímanum saman við söguna. Ég var því alltaf með eitt nútímahorn í þeim sögum."Uppfærslan varð yrkisefni Nútíðarkaflinn vildi hins vegar stækka og þenjast út. "Fyrir tuttugu árum ætlaði ég að skrifa sögu um þessa karaktera og hafa þá hreinlega inn í Skáldsögu Ísland. Hún hafði hins vegar tilhneigingu til að verða of stór fyrir þær bækur og að lokum afréð að gera sjálfstætt verk úr þessum nútíðarkafla." Pétur setti sér fyrir að láta þá sögu gerast í rauntíma stundarinnar sem er að líða. Sá rauntími var upphaflega árið 1992 en varð að endingu árið 2012. Í millitíðinni hafði Pétur gert nokkrar atlögur að sögunni og fór því eðli málsins samkvæmt jafnan mikið púður í að uppfæra hana. "Það er dálítið skondið að sjálf uppfærslan varð síðan eitt af yrkisefnum bókarinnar. Árið 1992 var fólk enn að skrifa ávísanir, netið var ekki komið eða farsímar og svo framvegis. Alltaf þegar ég réðst til atlögu við verkið á ný þurfti ég að taka tillit til þessa, uppfæra tæknistigið og láta karakterana fá þessi tæki og tól í hendur og uppgötva jafnvel hvernig það breytti samskiptum þeirra. Ýmislegt fleira breyttist að sjálfsögðu einnig; persónur sem voru 65 ára þegar ég byrjaði voru orðnar 85 ára núna og ég hafði ástæðu til að óttast um að ég væri að missa þær yfir móðuna miklu."Að hliðra veruleikanum til Sagan er nokkuð kyrfilega staðsett í Reykjavík nútímans og vísar í atburði sem voru ofarlega á baugi á árinu sem var að líða. Sumar persónurnar gætu líka komið kunnuglega fyrir sjónir úr raunveruleikanum, til dæmis Máni Ísaksson, sem hefur getið sér orð fyrir hjálparstarf í Afríku en snýr heim til að bjóða sig fram til forseta. (Stefán Jón Hafstein?) Pétur tekur þó fyrir að Íslendingablokk sé lykilsaga. "Hitt er annað mál að maður nótar oft hjá sér eitthvað skemmtilegt sem maður heyrir eða verður vitni að og það kann að rata löngu löngu síðar inn í bók. Mín aðferð er að hliðra veruleikanum aðeins til, vera á skjön við hann til að sjá hann betur. Ef ég færi bara akkúrat ofan í hjólförin sem við erum í skilaði það kannski ekki miklu. Ég er svolítið í því að leika mér að veruleikanum en get ekki merkt að það séu persónur á bakvið persónurnar. Máni kemur úr Skáldsögu Íslands og ég var fyrir löngu búinn að staðsetja hann í hjálparstarfi í Afríku áður en þetta með Stefán Jón kom upp á. Það helgaðist af því að Máni var búinn að ferðast um allan heiminn og hans niðurstaða eftir þá reisu var að fólk væri gott. Mögulega hefur það ýtt undir löngun hans til að verða að liði."Fólk er gott Allar persónurnar í bókinni eru dregnar af slíkri næmni og samlíðan að það liggur beint við að spyrja Pétur hvort hann deili þessari lífsskoðun með Mána, að fólk sé gott. "Já, alveg hiksta- og skilyrðislaust. Það er svo mikill munur á fólki sem maður kynnist í raun og þeirri mynd sem kann að framkallast af fólki í fjölmiðlafárinu. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Ég hef sjálfur farið í mína reisu og mætti aldrei öðru en góðvild. Raunar lygilegri góðvild." Jafnvel má líta á Íslendingablokk sem mótvægi við raðuppnámið og dómhörkuna, sem oft einkennir þjóðmálaumræðuna. "Ég held að það sé gríðarlegur munur á því sem er að gerast í fjölmiðlaumræðunni og því sem er að gerast hjá fólki upp og ofan. Tökum sem dæmi þessa borgarastyrjöld sem ríkir á Alþingi Íslendinga, hún er svo afmörkuð við þennan hóp. Ég held að þú finnir hvergi á Íslandi mengi af fólki sem er svipað innstillt og þetta litla mengi í þinginu. Samt breiðist þetta yfir allt þjóðlífið – þetta er nú einusinni fólkið sem við höfum kosið til að standa vaktina og koma þjóðarskútunni í heila höfn. En það sem okkur er boðið upp á jaðrar við að vera óbærilegt á köflum." Pétur segist þó ekki hafa skrifað bókina með neinn meðvitaðan boðskap í huga, hann komi meira ósjálfrátt. "Þegar maður stendur upp frá verki lokast það á vissan hátt fyrir manni, maður stendur fyrir utan það. Þetta er svolítið svipað og með drauma. Þegar þú vaknar manstu óljóst eftir draumnum en svo gufar hann upp á meðan þú ert að klæða þig í. Skáldskapur er smíðaður að verulegu leyti úr dulvitund og fyrir bragðið hefur verkið tilhneigingu til að fjarlægjast mann um leið og punktur er settur. Fyrir vikið á ég oft erfitt með að tilgreina hvað er hvaðan og hvað er hvað."Lýtur járnhörðum lögmálum Sem stílisti er Pétur upp á sitt allra besta í Íslendingablokk; textinn meitlaður og drekkhlaðinn merkingu en um leið svo lipur og flæðandi að það er engu líkara en hann hafi verið skrifaður áreynslulaust. "Ég held að það sé alltaf blekking," segir Pétur. "Áreynsluleysið er búið til með mikilli áreynslu. Þótt ég hafi ekki verið tuttugu ár að skrifa bókina þá var hún mjög lengi í gerjun. Ég get verið mjög lengi að vinna með texta sem stafar af því að hann virðist lúta einhverjum lögmálum sem eru járnhörð; ég reyni kannski að koma með viðbætur og textinn hrindir þeim jafnharðan frá sér. Það er einhver músík í textanum sem ég verð að hlíta. Á meðan ég er að vinna textann er ég samrunninn honum – hann er svo að segja runninn mér í merg og blóð. En svo kemur að því stigi að hann er tilbúinn og hafnar öllu sem kemur nýtt í viðbót og þá skilar maður af sér."Að gleðjast yfir ómögulegum texta Textinn í Íslendingabók afspyrnuskemmtilegur aflestrar. Var skemmtilegra að skrifa þessa bók en aðrar? "Ég man ekki til þess. Yfirleitt finnst mér mjög gaman að kljást við texta. Mín kenning um muninn á rithöfundi og ekki rithöfundi er sú að sá sem er ekki rithöfundur brotnar saman yfir vangetu sinni. Hann les það sem hann skrifaði í miklu stuði daginn áður, sér að það er ekki boðlegt og missir móðinn. Rithöfundur hins vegar gleðst yfir því hvað afraksturinn frá því í gær er ómögulegur því þá eygir hann möguleika til að betrumbæta. Þetta er það sem drífur mann áfram. Maður skrifar á hverjum degi í nokkra klukkutíma á meðan frjómagn er í hugsuninni og sköpun í gangi. Að því búnu er brýnt að hætta, að ætla að halda áfram eftir að maður er orðinn tómur er dæmt til að mistakast. Síðan gerist eitthvað stórkostlegt um nóttina, í svefninum. Undirvitundin heldur áfram að vinna – maður vaknar endurnýjaður og kemur nýr að verkinu. Ég hef nú verið nokkuð lengi að verki, í 40 ár, en ég nýt þess alltaf jafn mikið að vakna og uppgötva lífið í textanum."
Menning Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið