
Framtíð heilbrigðisþjónustu
Betri nýting
Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.
Lítið breyst
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).
Tími tækifæranna
Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar