Erlent

Hitabylgjur, þurrkar og mikil flóð víða

Aðeins forsmekkurinn Hitabylgjan í Rússlandi sumarið 2010 kostaði líklega um 55 þúsund manns lífið.	NORDICPHOTOS/AFP
Aðeins forsmekkurinn Hitabylgjan í Rússlandi sumarið 2010 kostaði líklega um 55 þúsund manns lífið. NORDICPHOTOS/AFP
Breyti jarðarbúar ekki snarlega um stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda má búast við að andrúmsloft jarðar verði að meðaltali fjórum gráðum heitara í lok aldarinnar, eða jafnvel strax eftir hálfa öld eða svo.

Þrátt fyrir að ríki jarðar hafi skuldbundið sig til aðgerða sem ættu að duga til þess að hitinn hækki ekki meira en tvær gráður bendir flest til þess að það takmark muni ekki nást nema hratt verði brugðist við.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét gera. Þar er skoðað hvað fjögurra gráðu hlýnun hefði í för með sér: „Fjögurra gráða hlýrri heimur yrði veröld með fordæmislausum hitabylgjum, alvarlegum þurrkum og miklum flóðum í mörgum heimshlutum," segir í skýrslunni, sem heitir Turn the Heat Down eða Skrúfið niður í hitanum.

Þær öfgar í veðurfari sem íbúar víðs vegar á jörðinni hafa kynnst á síðustu árum eru að mati skýrsluhöfunda aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal.

„Sú fjögurra prósenta hlýnun sem spáð er má ekki fá að verða að veruleika – það verður að skrúfa niður í hitanum. Einungis alþjóðlegt samstarf í tæka tíð getur komið því til leiðar," segir í skýrslunni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×