
Vítamínsprauta fyrir atvinnulífið
Forystumenn stjórnarandstöðunnar höfðu allt á hornum sér þótt þeir viðurkenndu að í áætluninni væri margt ágætra verkefna og framkvæmda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars: „[Ég] gagnrýni að ekki sé tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu og að fjármögnunin sé reist á jafnveikum stoðum og ég hef hér farið yfir.“
Við sama tækifæri sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að verið væri að útdeila peningum sem ekki væru til staðar. „Á Íslandi eru aðstæður allar eða flestar hinar bestu fyrir nýja fjárfestingu nema ríkisstjórnin sem stöðugt innleiðir nýjar reglur sem halda aftur af fjárfestingu og koma í veg fyrir verðmætasköpun en eyðir þess í stað peningum sem ekki eru til.“
Nú er ljóst að á fjárlögum verða tryggðir liðlega sex milljarðar króna til framkvæmda og verkefna innan fjárfestingaráætlunarinnar og var það kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í síðustu viku. Áður var búið að tryggja 4,2 milljarða króna með sérstöku veiðigjaldi. Samtals verður því 10,3 milljörðum króna varið á næsta ári til fjárfestinga samkvæmt áætluninni í heild. Svartsýnistal stjórnarandstæðinga var því ekki á rökum reist. En þeim reynist erfitt að horfast í augu við staðreyndir og segja nú: Jú, gott og vel, en þetta er ekki nóg!
Eru það ofurskattar?
Hér er erfitt að átta sig á þankaganginum. Stjórnarandstæðingar krefjast lægri skatta og afnáms sérstaka veiðigjaldsins og að með þeim hætti verði „tekið á almennu rekstrarumhverfi fyrirtækjanna í landinu“. Samtímis biðja þeir ríkisvaldið sífellt um meiri fjárfestingar til að örva atvinnulíf og hagvöxt eins og ég hef áður bent á.
Ég tel að það standi upp á þá sem svona tala að sýna fram á það að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, sem og í öðrum greinum, geti ekki greitt svipuð opinber gjöld og tíðkast í öðrum löndum. Veiðigjaldið sérstaka er t.d. innan við fimmtungur af framlegð útgerðarinnar á þessu ári. Einnig má benda á að samkvæmt gögnum OECD er hlutfallsleg skattlagning hagnaðar fyrirtækja ekki sérlega íþyngjandi í samanburði við önnur lönd. Ísland var í 25. sæti á síðastliðnu ári yfir skattlagningu hagnaðar fyrirtækja. Norðurlöndin öll voru þar ofar okkur á listanum auk Bandaríkjanna, Frakklands, Bretlands, Hollands og fjölda annarra landa sem við berum okkur saman við.
Hitt er hins vegar ekki síður mikilvægt hvaða stefna er tekin með fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja ára. Að slepptum fjárfestingum í samgöngumannvirkjum og byggingu nýs fangelsis, húss íslenskra fræða og annarra bygginga er aukinn stuðningur við rannsóknir og tækniþróun, grænt hagkerfi, skapandi greinar og ferðaþjónustu. Ég nefni 500 milljóna króna framlag í sérstakan grænan fjárfestingarsjóð. Ég nefni 470 milljóna króna aukið framlag í Kvikmyndasjóð. Ég nefni 250 milljóna króna framlag í verkefnasjóð skapandi greina. Ég nefni 500 milljóna króna aukið framlag til uppbyggingar ferðamannastaða og 250 milljóna króna framlag til friðlýstra svæða og uppbyggingar og verndunar slíkra staða. Allt eru þetta liðir í nýrri sókn eftir efnahagshrunið.
Leggjum atvinnulífinu lið
Fjárfestingaráætlunin styður við efnahagsbatann. Hún grundvallast á gjaldtöku af einni helstu auðlind landsmanna og arði af því fjármagni sem ríkið neyddist til að leggja fram til að endurreisa bankana. Hún getur fjölgað störfum verulega. Síðast en ekki síst má líta til þess að nái fjárfestingaráætlunin fram að ganga má gera ráð fyrir að hún skili umtalsverðum tekjum aftur í ríkissjóð eða sem nemur allt að þriðjungi þeirrar upphæðar sem upphaflega var lögð í hana.
Skoðun

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar