Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum BIN-hópurinn skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun