Að hafa styrk til að sækja fram, fjárfesta og skapa störf Páll Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun