Ógnvænlegt – fólk þorir ekki að standa á rétti sínum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram formlegar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. Í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvartað til Umboðsmanns líði hann fyrir það. Í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþolandi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar reglur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn – ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar