Vænting og vonbrigði Teitur Björn Einarsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun