Sykur til Wall of Sound Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 „Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina." Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina."
Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp