Stuðningsgrein: Árni Páll er rétti maðurinn Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar