Fjölskyldan í forgang á Forvarnardaginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. október 2012 12:45 Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun