Af hverju er MORFÍs ekki sjónvarpað? Jórunn Þorsteinsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun