520 milljóna svik til sérstaks saksóknara 27. október 2012 07:00 Skattrannsóknarstjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstökum saksóknara sem varða svokallaða framvirka samninga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Af slíkum hagnaði ber að greiða fjármagnstekjuskatt, sem er tíu prósent. Á því varð verulegur misbrestur, einkum á árunum fyrir hrun. Að sögn Bryndísar nema heildartekjurnar í þessum tólf málum 5,2 milljörðum króna. Af þeirri upphæð hefur átt að greiða 520 milljónir í skatt. Fréttablaðið sagði frá því á miðvikudag að sérstakur saksóknari hefði þegar ákært Ragnar Þórisson, sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital, fyrir skattsvik vegna framvirks samnings sem hann gerði við MP banka árið 2006. Hann mætti fyrir dóm í gær vegna málsins og neitaði sök. Í tilviki Ragnars nam hagnaðurinn 120 milljónum, og fjármagnstekjuskatturinn sem hann ekki greiddi því tólf milljónum. Stærsta málið af þessu tagi sem skattrannsóknarstjóri hefur sent sérstökum saksóknara er hins vegar sjö sinnum stærra. Þar nam hagnaðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum. Bryndís tekur fram að rétt sé að gera þann fyrirvara að upphæðirnar geti tekið breytingum þegar yfirskattanefnd fer aftur yfir málin. Nokkur þeirra séu nú þar til meðferðar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstökum saksóknara sem varða svokallaða framvirka samninga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Af slíkum hagnaði ber að greiða fjármagnstekjuskatt, sem er tíu prósent. Á því varð verulegur misbrestur, einkum á árunum fyrir hrun. Að sögn Bryndísar nema heildartekjurnar í þessum tólf málum 5,2 milljörðum króna. Af þeirri upphæð hefur átt að greiða 520 milljónir í skatt. Fréttablaðið sagði frá því á miðvikudag að sérstakur saksóknari hefði þegar ákært Ragnar Þórisson, sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital, fyrir skattsvik vegna framvirks samnings sem hann gerði við MP banka árið 2006. Hann mætti fyrir dóm í gær vegna málsins og neitaði sök. Í tilviki Ragnars nam hagnaðurinn 120 milljónum, og fjármagnstekjuskatturinn sem hann ekki greiddi því tólf milljónum. Stærsta málið af þessu tagi sem skattrannsóknarstjóri hefur sent sérstökum saksóknara er hins vegar sjö sinnum stærra. Þar nam hagnaðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum. Bryndís tekur fram að rétt sé að gera þann fyrirvara að upphæðirnar geti tekið breytingum þegar yfirskattanefnd fer aftur yfir málin. Nokkur þeirra séu nú þar til meðferðar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira