520 milljóna svik til sérstaks saksóknara 27. október 2012 07:00 Skattrannsóknarstjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstökum saksóknara sem varða svokallaða framvirka samninga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Af slíkum hagnaði ber að greiða fjármagnstekjuskatt, sem er tíu prósent. Á því varð verulegur misbrestur, einkum á árunum fyrir hrun. Að sögn Bryndísar nema heildartekjurnar í þessum tólf málum 5,2 milljörðum króna. Af þeirri upphæð hefur átt að greiða 520 milljónir í skatt. Fréttablaðið sagði frá því á miðvikudag að sérstakur saksóknari hefði þegar ákært Ragnar Þórisson, sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital, fyrir skattsvik vegna framvirks samnings sem hann gerði við MP banka árið 2006. Hann mætti fyrir dóm í gær vegna málsins og neitaði sök. Í tilviki Ragnars nam hagnaðurinn 120 milljónum, og fjármagnstekjuskatturinn sem hann ekki greiddi því tólf milljónum. Stærsta málið af þessu tagi sem skattrannsóknarstjóri hefur sent sérstökum saksóknara er hins vegar sjö sinnum stærra. Þar nam hagnaðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum. Bryndís tekur fram að rétt sé að gera þann fyrirvara að upphæðirnar geti tekið breytingum þegar yfirskattanefnd fer aftur yfir málin. Nokkur þeirra séu nú þar til meðferðar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur vísað tólf málum til ákærumeðferðar hjá sérstökum saksóknara sem varða svokallaða framvirka samninga og hagnað af þeim. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Af slíkum hagnaði ber að greiða fjármagnstekjuskatt, sem er tíu prósent. Á því varð verulegur misbrestur, einkum á árunum fyrir hrun. Að sögn Bryndísar nema heildartekjurnar í þessum tólf málum 5,2 milljörðum króna. Af þeirri upphæð hefur átt að greiða 520 milljónir í skatt. Fréttablaðið sagði frá því á miðvikudag að sérstakur saksóknari hefði þegar ákært Ragnar Þórisson, sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðnum Boreas Capital, fyrir skattsvik vegna framvirks samnings sem hann gerði við MP banka árið 2006. Hann mætti fyrir dóm í gær vegna málsins og neitaði sök. Í tilviki Ragnars nam hagnaðurinn 120 milljónum, og fjármagnstekjuskatturinn sem hann ekki greiddi því tólf milljónum. Stærsta málið af þessu tagi sem skattrannsóknarstjóri hefur sent sérstökum saksóknara er hins vegar sjö sinnum stærra. Þar nam hagnaðurinn um 900 milljónum og vangoldni skatturinn því 90 milljónum. Bryndís tekur fram að rétt sé að gera þann fyrirvara að upphæðirnar geti tekið breytingum þegar yfirskattanefnd fer aftur yfir málin. Nokkur þeirra séu nú þar til meðferðar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira