Framlag Finna til Óskarsverðlaunanna 25. október 2012 17:00 Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði. Fréttir Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði.
Fréttir Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira