Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör 24. október 2012 07:00 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu. Fréttir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu.
Fréttir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira