Hljómsveitin Muck er lögð af stað í tæplega tveggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Sveitin sendi frá sér plötuna Slaves fyrr á árinu og er ferðalagið liður í að fylgja útgáfunni eftir.
Með Muck á ferðalaginu verða dönsku hljómsveitirnar Hexis og Whorls, en fyrrnefnda sveitin spilaði með Muck og Logn á Gamla Gauknum fyrir nokkrum vikum.
Sveitirnar koma meðal annars fram í Danmörku, Þýskalandi og Póllandi. Þá kemur Muck einnig fram á Iceland Airwaves-hátíðinni sem hefst í lok þessa mánaðar.
Muck til Evrópu
