Áfram eða aftur á byrjunarreit Steinunn Stefánsdóttir skrifar 19. október 2012 06:00 Frá stofnun lýðveldisins hefur endurskoðun stjórnarskrár verið á dagskrá. Ekki stóð enda annað til en að stjórnarskráin sem samþykkt var með miklum einhug samfara því að gengið var til atkvæða um stofnun lýðveldisins væri til bráðabirgða. Um það vitna fjöldamörg ummæli stjórnmálamanna úr öllum flokkum eins og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur dregið rækilega fram. Endurskoðun stjórnarskrár hefur sannarlega verið misofarlega á dagskrá eftir tímabilum en þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi vissulega verið breytt lítillega, meðal annars með því að bæta í hana mannréttindakafla, þá er hún sú sama og lagt var upp með til bráðabirgða á sínum tíma. Hvert þing á fætur öðru hefur skipað nefndir sem hafa haft það verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Vinnu þeirra hefur á stundum miðað vel en aldrei hefur þó tekist að ljúka störfum slíkrar nefndar með nýju stjórnarskrárfrumvarpi. Sú aðferð að efna með kosningu til þings almennra borgara sem hefði með höndum að skrifa drög að stjórnarskrá var ekki bara frumleg og áhugaverð, hún var líka afar lýðræðisleg, merk lýðræðisleg tilraun. Það breytir því þó ekki að það er alltaf hlutverk Alþingis að setja stjórnarskrá. Á morgun verður kosið um sex spurningar sem grundvöllur áframhaldandi vinnu við stjórnarskrá verður byggður á. Fyrsta spurningin er almennari en hinar en þar er spurt hvort leggja eigi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Spurningarnar sem á eftir koma snúa að tilteknum áhersluatriðum stjórnarskrárdraganna. Þessi uppsetning sýnir svo ekki verður um villst að já við fyrstu spurningunni getur aldrei merkt já við því að tillögur stjórnlagaráðs verði óbreyttar, eða lítt breyttar, ný stjórnarskrá, eins og sumir hafa haldið fram. Ef svo væri þyrfti ekki að spyrja spurninganna sem á eftir koma. Já við fyrstu spurningunni þýðir já við því að vinna við nýja stjórnarskrá haldi áfram frá þeim stað sem hún er komin á með vinnu stjórnlagaráðs. Nei við þeirri spurningu þýðir ósk um það að ferlið verði stöðvað. Forsætisráðherra sagði vissulega í þinginu í gær að niðurstaða kosninganna um efnisspurningarnar fimm gæti orðið til þess að breytingar yrðu gerðar á einstökum atriðum núverandi stjórnarskrár þrátt fyrir að meirihluti segði nei við fyrstu spurningunni. Slíkar breytingar yrðu þó ekki nema bútasaumur á plaggi sem sett var til bráðabirgða fyrir nærri sjötíu árum. Nei við fyrstu spurningunni þýðir að stjórnarskrármálið er sent aftur á upphafsreit, eða aftur fyrir upphafsreit; vinna stjórnlagaráðs sett til hliðar og endursamning nýrrar stjórnarskrár send inn í óráðna framtíð og að öllum líkindum í sama eða svipaðan farveg og verið hefur mörg undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Frá stofnun lýðveldisins hefur endurskoðun stjórnarskrár verið á dagskrá. Ekki stóð enda annað til en að stjórnarskráin sem samþykkt var með miklum einhug samfara því að gengið var til atkvæða um stofnun lýðveldisins væri til bráðabirgða. Um það vitna fjöldamörg ummæli stjórnmálamanna úr öllum flokkum eins og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur dregið rækilega fram. Endurskoðun stjórnarskrár hefur sannarlega verið misofarlega á dagskrá eftir tímabilum en þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi vissulega verið breytt lítillega, meðal annars með því að bæta í hana mannréttindakafla, þá er hún sú sama og lagt var upp með til bráðabirgða á sínum tíma. Hvert þing á fætur öðru hefur skipað nefndir sem hafa haft það verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Vinnu þeirra hefur á stundum miðað vel en aldrei hefur þó tekist að ljúka störfum slíkrar nefndar með nýju stjórnarskrárfrumvarpi. Sú aðferð að efna með kosningu til þings almennra borgara sem hefði með höndum að skrifa drög að stjórnarskrá var ekki bara frumleg og áhugaverð, hún var líka afar lýðræðisleg, merk lýðræðisleg tilraun. Það breytir því þó ekki að það er alltaf hlutverk Alþingis að setja stjórnarskrá. Á morgun verður kosið um sex spurningar sem grundvöllur áframhaldandi vinnu við stjórnarskrá verður byggður á. Fyrsta spurningin er almennari en hinar en þar er spurt hvort leggja eigi tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Spurningarnar sem á eftir koma snúa að tilteknum áhersluatriðum stjórnarskrárdraganna. Þessi uppsetning sýnir svo ekki verður um villst að já við fyrstu spurningunni getur aldrei merkt já við því að tillögur stjórnlagaráðs verði óbreyttar, eða lítt breyttar, ný stjórnarskrá, eins og sumir hafa haldið fram. Ef svo væri þyrfti ekki að spyrja spurninganna sem á eftir koma. Já við fyrstu spurningunni þýðir já við því að vinna við nýja stjórnarskrá haldi áfram frá þeim stað sem hún er komin á með vinnu stjórnlagaráðs. Nei við þeirri spurningu þýðir ósk um það að ferlið verði stöðvað. Forsætisráðherra sagði vissulega í þinginu í gær að niðurstaða kosninganna um efnisspurningarnar fimm gæti orðið til þess að breytingar yrðu gerðar á einstökum atriðum núverandi stjórnarskrár þrátt fyrir að meirihluti segði nei við fyrstu spurningunni. Slíkar breytingar yrðu þó ekki nema bútasaumur á plaggi sem sett var til bráðabirgða fyrir nærri sjötíu árum. Nei við fyrstu spurningunni þýðir að stjórnarskrármálið er sent aftur á upphafsreit, eða aftur fyrir upphafsreit; vinna stjórnlagaráðs sett til hliðar og endursamning nýrrar stjórnarskrár send inn í óráðna framtíð og að öllum líkindum í sama eða svipaðan farveg og verið hefur mörg undanfarin ár.