Skiptar skoðanir um stjórnarskrá Salvör Nordal og Ari Teitsson skrifar 16. október 2012 06:00 Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun