Sighvatur getur sagt „nei“ án vandkvæða Reimar Pétursson skrifar 16. október 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun