Einstakt og sögulegt tækifæri Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. október 2012 06:00 Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun