Bergrisi við Austurvöll Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2012 00:00 Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun