Eldsneytisskattar hálfum milljarði undir áætlunum 25. september 2012 09:00 Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj Fréttir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj
Fréttir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira