Rapparinn Hopsin mætir á sveitta hipphopp-hátíð 22. september 2012 00:01 Rapparinn Hopsin er á barmi heimsfrægðar en hann kemur fram á YOLO-hátíðinni á Þýska barnum 7. nóvember. Óli Geir hjá Agent.is stendur á bak við hátíðina. Mynd/agent.is „Þessi strákur er á barmi þess að springa út og verða risastór. Hann á rosalega aðdáendahópa alls staðar, líka hér á Íslandi," segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um rapparann Hopsin. Hopsin er væntanlegur til Íslands til að taka þátt í hipphopp-hátíðinni YOLO. Hann er stærsta nafnið á bak við útgáfumerkið Funk Volume og hefur náð miklum vinsældum á Youtube. Myndband við nýjasta lag Hopsin, Ill Mind of Hopsin, hefur til að mynda verið skoðað um fimmtán milljón sinnum á síðunni. Aðrir meðlimir Funk Volume eru rappararnir SwizZz, Dizzy Wright, Jarren Benton og DJ Hoppa. „Þeir eru að túra um Bandaríkin núna og spila í nýrri borg á hverjum degi allt fram til 2. nóvember," segir Óli Geir. Þegar þeirri ferð lýkur taka rappararnir sér fjögurra daga frí áður en þeir leggja undir sig Evrópu og hefja leikinn á Íslandi. Í tilefni af komu Hopsin verður haldin fjögurra daga hipphopp-hátíð á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Að sögn Óla Geirs kemur þar fram rjómi hipphoppara Íslands og eru þar meðal annarra Forgotten Lores, Larry Bird (ný sveit sem er skipuð meðlimum úr Skyttunum), Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór. „Ég hélt fyrstu YOLO-hátíðina í sumar til að kanna áhugann. Þá var ég með tveggja kvölda hátíð bara með íslenskum listamönnum og það var stappað bæði kvöldin, svo eftirspurnin er greinilega til staðar," segir Óli Geir. Aðeins verða milli 500 og 600 miðar seldir á YOLO-hátíðina og hefst miðasalan þann 1. október. „Það hafa margir spurt mig hvers vegna ég sé ekki með þetta á stærri stað en eftir að Nasa lokaði er Þýski barinn einfaldlega best til þess fallinn að hýsa svona viðburði," segir Óli Geir og bætir við að klausa í samningi við Funk Volume kveði á um að staðurinn megi ekki vera of stór. „Þeir vilja frekar vera á minni stöðum og hafa uppselt alls staðar sem þeir koma. Við ætlum að hafa þetta sveitt og gott," segir hann. Hér má sjá facebooksíðu atburðarins. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þessi strákur er á barmi þess að springa út og verða risastór. Hann á rosalega aðdáendahópa alls staðar, líka hér á Íslandi," segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um rapparann Hopsin. Hopsin er væntanlegur til Íslands til að taka þátt í hipphopp-hátíðinni YOLO. Hann er stærsta nafnið á bak við útgáfumerkið Funk Volume og hefur náð miklum vinsældum á Youtube. Myndband við nýjasta lag Hopsin, Ill Mind of Hopsin, hefur til að mynda verið skoðað um fimmtán milljón sinnum á síðunni. Aðrir meðlimir Funk Volume eru rappararnir SwizZz, Dizzy Wright, Jarren Benton og DJ Hoppa. „Þeir eru að túra um Bandaríkin núna og spila í nýrri borg á hverjum degi allt fram til 2. nóvember," segir Óli Geir. Þegar þeirri ferð lýkur taka rappararnir sér fjögurra daga frí áður en þeir leggja undir sig Evrópu og hefja leikinn á Íslandi. Í tilefni af komu Hopsin verður haldin fjögurra daga hipphopp-hátíð á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Að sögn Óla Geirs kemur þar fram rjómi hipphoppara Íslands og eru þar meðal annarra Forgotten Lores, Larry Bird (ný sveit sem er skipuð meðlimum úr Skyttunum), Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór. „Ég hélt fyrstu YOLO-hátíðina í sumar til að kanna áhugann. Þá var ég með tveggja kvölda hátíð bara með íslenskum listamönnum og það var stappað bæði kvöldin, svo eftirspurnin er greinilega til staðar," segir Óli Geir. Aðeins verða milli 500 og 600 miðar seldir á YOLO-hátíðina og hefst miðasalan þann 1. október. „Það hafa margir spurt mig hvers vegna ég sé ekki með þetta á stærri stað en eftir að Nasa lokaði er Þýski barinn einfaldlega best til þess fallinn að hýsa svona viðburði," segir Óli Geir og bætir við að klausa í samningi við Funk Volume kveði á um að staðurinn megi ekki vera of stór. „Þeir vilja frekar vera á minni stöðum og hafa uppselt alls staðar sem þeir koma. Við ætlum að hafa þetta sveitt og gott," segir hann. Hér má sjá facebooksíðu atburðarins. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira