Meira frá Mumford & Sons 20. september 2012 16:00 Forsprakkinn Marcus Mumford á tónleikum með hljómsveitinni Mumford & Sons. nordicphotos/Getty Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp