Fjölföldun er ekki í boði Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ÖLL höfum við sömu 24 klukkustundirnar í sólarhringnum, þar ríkir algjört jafnrétti, enginn fær fleiri klukkustundir en annar, ekki ég heldur. Það er því í raun kjánalegt og sjálfmiðað að kvarta yfir tímaleysi því að við höfum öll sama tímann á meðan við lifum hér á þessari jörð. Tímaskortur verður til vegna þess að við yfirhlöðum lífsvagninn okkar, viljum engu sleppa, höfum ekki bein í nefinu til að segja nei, hvorki við okkur sjálf né aðra og ekkert svigrúm fyrir það óvænta og ófyrirsjáanlega í lífsdansinum. Nöldur um tímaskort vitnar því aðeins um að við sjálf höfum ekki nógu gott tak á okkar eigin hugsun og hegðun og náum ekki að skipuleggja okkur á raunhæfan og skynsamlegan hátt heldur höldum áfram að bæta í tímapottinn þótt þegar flæði upp úr. Þess vegna verðum við, ég og þú, að velja markvisst og meðvitað hvernig við ætlum að njóta tímans komandi vikur og mánuði. Í atinu á markaðstorgi nútímans eru gylliboðin ótalmörg og við þurfum að gæta þess að áreiti umhverfisins teymi ekki hugann í aðrar áttir en okkar eigin. Það eru okkar draumar, ekki annarra, sem við ætlum að upplifa. Svo þurfum við líka að passa að eftir verði á hverjum degi tóm í dagskránni til þess bara að vera til, rými til að skapa sjálfum sér og sínum óvæntar og viðeigandi sælustundir í takt við daginn, bara þegar að honum kemur. Múlbinding og vanafesta er vísasti vegurinn til leiða, þreytu og dofa. Gefum okkur opið svæði í eigin dagbók til að njóta þess að stökkva á það nýja sem heillar í núinu, þá, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ÖLL höfum við sömu 24 klukkustundirnar í sólarhringnum, þar ríkir algjört jafnrétti, enginn fær fleiri klukkustundir en annar, ekki ég heldur. Það er því í raun kjánalegt og sjálfmiðað að kvarta yfir tímaleysi því að við höfum öll sama tímann á meðan við lifum hér á þessari jörð. Tímaskortur verður til vegna þess að við yfirhlöðum lífsvagninn okkar, viljum engu sleppa, höfum ekki bein í nefinu til að segja nei, hvorki við okkur sjálf né aðra og ekkert svigrúm fyrir það óvænta og ófyrirsjáanlega í lífsdansinum. Nöldur um tímaskort vitnar því aðeins um að við sjálf höfum ekki nógu gott tak á okkar eigin hugsun og hegðun og náum ekki að skipuleggja okkur á raunhæfan og skynsamlegan hátt heldur höldum áfram að bæta í tímapottinn þótt þegar flæði upp úr. Þess vegna verðum við, ég og þú, að velja markvisst og meðvitað hvernig við ætlum að njóta tímans komandi vikur og mánuði. Í atinu á markaðstorgi nútímans eru gylliboðin ótalmörg og við þurfum að gæta þess að áreiti umhverfisins teymi ekki hugann í aðrar áttir en okkar eigin. Það eru okkar draumar, ekki annarra, sem við ætlum að upplifa. Svo þurfum við líka að passa að eftir verði á hverjum degi tóm í dagskránni til þess bara að vera til, rými til að skapa sjálfum sér og sínum óvæntar og viðeigandi sælustundir í takt við daginn, bara þegar að honum kemur. Múlbinding og vanafesta er vísasti vegurinn til leiða, þreytu og dofa. Gefum okkur opið svæði í eigin dagbók til að njóta þess að stökkva á það nýja sem heillar í núinu, þá, þegar þar að kemur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun