Aukið öryggi á norðlægum slóðum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar 4. september 2012 06:00 Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar