Hefur leit að horfnu fólki 30. ágúst 2012 12:00 Fer ótroðnar slóðir Helga Arnardóttir ætlar að kafa ofan í mannshvörf á Íslandi í nýjum þáttum sem fara í loftið um áramótin. Helga er vongóð um að finna einhver svör og hvetur fólk til að setja sig í samband við hana. Fréttablaðið/valli „Mér finnst óviðunandi að manneskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi," segir fréttakonan Helga Arnardóttir sem er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 þar sem umfjöllunarefnið er mannshvörf á Íslandi. Þættirnir bera vinnuheitið Horfið fólk og fara í loftið í kringum áramótin en þeir verða alls átta talsins. Um ólík mál er að ræða þar sem elsta málið er um fimmtíu ára gamalt og það yngsta tveggja ára. Björn Brynjúlfur Björnsson sér um framleiðslu þáttanna en hann framleiddi Sönn íslensk sakamál á sínum tíma. Helga hefur lengi gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum en hún hlaut blaðamannaverðlaunin í ár fyrir umfjöllun sína um Guðmundar og Geirfinnsmálin, frægustu mannshvarfsmál á Íslandi. „Þegar ég vann þá umfjöllun kviknaði áhugi minn á að fjalla um óleyst mannshvörf hér á landi. Mér finnst þessir einstaklingar eiga það skilið hvort sem hvörf þeirra eru sjálfskipuð, slys eða saknæm. Ég finn líka að það er mikill áhugi í íslensku samfélagi fyrir mannhvörfum," segir Helga sem er rétt byrjuð að vinna þættina og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá aðstandendum og lögreglu. „Mér hefur verið mjög vel tekið. Aðstandendur, sama hversu langur tími er liðinn frá hvarfinu, eru alltaf að bíða og leita að svörum um afdrif einstaklingsins." Helga vill ekki fara nánar út í hvaða mál verða tekin fyrir í þáttunum. Hún segir að hvert mál verði að nálgast af virðingu og er vongóð um að einhver svör finnist. „Sum mál eru þess eðlis að erfiðara er að leita svara, en það er alltaf einhver sem veit eitthvað þarna úti. Eitthvert smáatriði sem hefur ekki fengið athygli," segir Helga og bætir við að aldrei sé of seint að veita upplýsingar. Helga ætlar einnig að varpa ljósi á vinnu lögreglunnar og björgunarsveitar í tengslum við mannshvörf, ásamt sviðsettum atriðum inn á milli. „Ég veit að ég á eftir að reka mig á veggi enda er ég að feta ótroðnar slóðir. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og vonast til að fá góð viðbrögð," segir Helga og hvetur þá sem vilja setja sig í samband við hana vegna þáttarins að senda sér póst á netfangið helga@stod2.is. alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
„Mér finnst óviðunandi að manneskja geti horfið sporlaust í okkar litla samfélagi," segir fréttakonan Helga Arnardóttir sem er að fara af stað með nýja þætti á Stöð 2 þar sem umfjöllunarefnið er mannshvörf á Íslandi. Þættirnir bera vinnuheitið Horfið fólk og fara í loftið í kringum áramótin en þeir verða alls átta talsins. Um ólík mál er að ræða þar sem elsta málið er um fimmtíu ára gamalt og það yngsta tveggja ára. Björn Brynjúlfur Björnsson sér um framleiðslu þáttanna en hann framleiddi Sönn íslensk sakamál á sínum tíma. Helga hefur lengi gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum en hún hlaut blaðamannaverðlaunin í ár fyrir umfjöllun sína um Guðmundar og Geirfinnsmálin, frægustu mannshvarfsmál á Íslandi. „Þegar ég vann þá umfjöllun kviknaði áhugi minn á að fjalla um óleyst mannshvörf hér á landi. Mér finnst þessir einstaklingar eiga það skilið hvort sem hvörf þeirra eru sjálfskipuð, slys eða saknæm. Ég finn líka að það er mikill áhugi í íslensku samfélagi fyrir mannhvörfum," segir Helga sem er rétt byrjuð að vinna þættina og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá aðstandendum og lögreglu. „Mér hefur verið mjög vel tekið. Aðstandendur, sama hversu langur tími er liðinn frá hvarfinu, eru alltaf að bíða og leita að svörum um afdrif einstaklingsins." Helga vill ekki fara nánar út í hvaða mál verða tekin fyrir í þáttunum. Hún segir að hvert mál verði að nálgast af virðingu og er vongóð um að einhver svör finnist. „Sum mál eru þess eðlis að erfiðara er að leita svara, en það er alltaf einhver sem veit eitthvað þarna úti. Eitthvert smáatriði sem hefur ekki fengið athygli," segir Helga og bætir við að aldrei sé of seint að veita upplýsingar. Helga ætlar einnig að varpa ljósi á vinnu lögreglunnar og björgunarsveitar í tengslum við mannshvörf, ásamt sviðsettum atriðum inn á milli. „Ég veit að ég á eftir að reka mig á veggi enda er ég að feta ótroðnar slóðir. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og vonast til að fá góð viðbrögð," segir Helga og hvetur þá sem vilja setja sig í samband við hana vegna þáttarins að senda sér póst á netfangið helga@stod2.is. alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira