Tók upp tónlistarmyndband í fjórum löndum 23. ágúst 2012 09:12 „Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Tökurnar gengu vel fyrir sig og það slasaðist enginn," segir grínistinn Steinþór Steinþórsson, eða Steindi jr. eins og hann er oftast nefndur, um tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 í kvöld. Í þáttaröðinni fá áhorfendur að kynnast fjölda nýrra persóna, þar á meðal spýtustráknum Gosa sem glímir við þunglyndi og áfengisfíkn og skrollara með ofurkrafta. Tónlistarmyndböndin skipa enn veigamikinn sess í þáttunum og er eitt þeirra tekið upp í fjórum löndum. „Ég held að myndbandið gæti verið einn metnaðarfyllsti skets í heimi. Við flugum á milli Íslands, Danmerkur, Englands og Spánar fyrir tuttugu sekúndur í hverju landi. Í Danmörku klifraði ég meðal annars upp á Hafmeyjuna og leið ógeðslega illa með það." Í öðru tónlistarmyndbandi bregður Steindi sér í gervi gamals manns og tók það sminkuna fjórar klukkustundir að klára verkið. Útkoman var svo góð að móðir Ágústs Bents Sigbertssonar leikstjóra, sem fór með lítið hlutverk í þættinum, þekkti Steinda ekki í sjón. Inntur eftir því hvort hann eigi sér uppáhaldspersónu í nýju þáttaröðinni segist Steindi halda mikið upp á skrollarann með ofurkraftana.Steindi í hlutverki gamla kallsins.„Hann býr til hljóðbylgjur með skrollinu og lifir í hálfgerðum ævintýraheimi. Í þáttunum tekst hann á við óvini á borð við mormóna, hjólamann sem hjólar á miðri götunni, bloggara og „beatboxara". Allt óþolandi týpur úr okkar þjóðfélagi." Steindi horfir á fyrsta þáttinn í góðra vina hópi og kveðst alls ekki kvíðinn enda er hann meðvitaður um að húmorinn kitli ekki alla. „Um leið og þú reynir að geðjast öllum ertu að gera eitthvað rangt. Einu áhyggjurnar eru að útsendingin rofni," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira