Kveðja frá Hinsegin dögum Þorvaldur Kristinsson skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. Hinsegin dagar hafa ótrúlega þýðingu fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk á Íslandi. Hátíðin hefur eflt fólki kjark og verið því vettvangur til að standa stolt frammi fyrir samborgurum sínum. Hinsegin dagar eru staðfesting þess að samstaðan færir okkur djörfung og virðingu þegar rétt er á málum haldið. En hátíðin hefur ekki eingöngu verið hinsegin fólki ávinningur í baráttu þess. Hinsegin dagar eru einn litríkasti þátturinn í menningarlífi Reykvíkinga og njóta meiri vinsælda en flestir aðrir viðburðir á Íslandi. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátttöku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Hátíð Hinsegin daga í ár stendur í sex daga. Þessa daga leggjum við okkur fram um að miðla menningu hinsegin fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að barátta hinsegin fólks fyrir mannvirðingu og mannréttindum er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga heldur varðar hún alla Íslendinga. Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð Hinsegin daga að málstaður mannréttinda er ekkert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stundum góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttindabrotum um allan heim. Því að málstaður mannréttinda þekkir engin landamæri. Við þökkum þjóðinni ómetanlegan stuðning á liðnum árum og bjóðum bæði Íslendinga og erlenda gesti velkomna á fjórtándu Hinsegin daga í Reykjavík sem ná hámarki með gleðigöngunni laugardaginn 11. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. Hinsegin dagar hafa ótrúlega þýðingu fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk á Íslandi. Hátíðin hefur eflt fólki kjark og verið því vettvangur til að standa stolt frammi fyrir samborgurum sínum. Hinsegin dagar eru staðfesting þess að samstaðan færir okkur djörfung og virðingu þegar rétt er á málum haldið. En hátíðin hefur ekki eingöngu verið hinsegin fólki ávinningur í baráttu þess. Hinsegin dagar eru einn litríkasti þátturinn í menningarlífi Reykvíkinga og njóta meiri vinsælda en flestir aðrir viðburðir á Íslandi. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátttöku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Hátíð Hinsegin daga í ár stendur í sex daga. Þessa daga leggjum við okkur fram um að miðla menningu hinsegin fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að barátta hinsegin fólks fyrir mannvirðingu og mannréttindum er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga heldur varðar hún alla Íslendinga. Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð Hinsegin daga að málstaður mannréttinda er ekkert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stundum góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttindabrotum um allan heim. Því að málstaður mannréttinda þekkir engin landamæri. Við þökkum þjóðinni ómetanlegan stuðning á liðnum árum og bjóðum bæði Íslendinga og erlenda gesti velkomna á fjórtándu Hinsegin daga í Reykjavík sem ná hámarki með gleðigöngunni laugardaginn 11. ágúst.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar