Ríkissjóður okkar og annarra Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun