Fyrsti GR-ingurinn til að vinna í 27 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2012 07:00 Haraldur Franklín Magnús úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni urðu Íslandsmeistarar í gær. Mynd/GSÍmyndir.net 27 ára bið GR-inga eftir Íslandsmeistaratitli er loksins á enda. Haraldur Franklín Magnús, 21 árs kylfingur afrekaði í gær það sem öllum karlkylfingum GR hefur mistekist frá árinu 1985 – að verða Íslandsmeistari í golfi. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð Íslandsmeistari kvenna en hún var að taka stóra titilinn í annað skiptið á ferlinum því hún vann hann líka í Grafarholtinu 2009. Það var mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki og dramatíkin mikil á lokaholunum ekki síst hjá konunum þar sem þrír kylfingar skiptust á að hafa forystuna á síðustu holunum. Haraldur Franklín Magnús og Keilismaðurinn Rúnar Arnórsson háðu einvígi um titilinn og voru báðir að spila frábært golf. Í lokin munaði aðeins einu höggi á þeim félögum, Haraldur lék á sjö höggum undir pari en Rúnar var á sex höggum undir pari. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snerist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var því kominn sex höggum undir par. Sá munur hélst síðan til loka og Haraldur fagnaði sigri með félögum sínum í GR sem flestir voru búnir að bíða lengi eftir þessari stund. GR átti líka manninn í þriðja sæti; Þórð Rafn Gissurarson. Haraldur Franklín Magnús er tvöfaldur meistari í ár því hann varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar. Búinn að ímynda sér þetta í 4 ár„Ég var búinn að ímynda mér það í svona fjögur ár að ég gæti unnið þetta," sagði Haraldur Franklín Magnús sigurreifur í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport skömmu eftir að hann fékk Íslandsbikarinn í hendurnar. „Ég fékk vissulega engan skolla á hringnum en ég var heldur ekki að fá mikið af fuglum," sagði Haraldur Franklín sem átti möguleika á að fá fugla á bæði 13. og 14. holunni en tókst ekki. „Ég var ekkert smá svekktur að ná ekki fuglum þarna því þá var hann einu höggi á undan mér en ég náði honum síðan," sagði Haraldur Franklín. „Ég er ógeðslega sáttur með þetta," sagði Íslandsmeistarinn sem er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna. Hann eltir þar Íslandsmeistarann frá því í fyrra til Mississippi en það er farið að skapast hefð fyrir því að Íslandsmeistarinn í golfi gangi til liðs við golflið Mississippi State University. „Ég ætla að klára skólann fyrst en svo get ég farið að pæla eitthvað í atvinnumennskunni," sagði Haraldur. Tilfinningin alveg jafngóð„Þetta er frábært og tilfinningin er alveg jafngóð og í fyrsta skiptið," sagði Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn í annað skiptið á ferlinum. Dramatíkin var mikil í kvennaflokki og um tíma leit út fyrir að umspil myndi ráða úrslitum. Valdís Þóra háði þar rosalega keppni við Keiliskonurnar Önnu Sólveigu Snorradóttur og Tinnu Jóhannsdóttur sem voru á endanum einu höggi á eftir. Anna og Tinna voru báðar mjög nærri því að setja niður pútt á lokaholunni sem hefði tryggt þeim umspil á móti Valdísi Þóru. Anna vann síðan Tinnu í umspili um annað sætið. „Ég var aldrei búin að missa trúna á þessu því þetta var bara eitt högg sem vantaði upp á. Ég á eftir að berja hausnum í vegg yfir hvað í andskotanum ég var að gera á fimmtándu og sextándu," sagði Valdís Þóra sem var nálægt því að kasta frá sér sigrinum með því að fá tvo skramba í röð. Hún kom hins vegar sterk til baka og tryggði sér sigurinn með því að leika síðustu tvær holurnar á pari. „Það datt fram og til baka í lokin. Tinna tapaði höggi á 17. holunni og svo Anna á 18. holunni. Ég náði að redda parinu á báðum holum sem var fínt," sagði Valdís en hún var að keppa á sínu fyrsta móti í sumar. „Ég var aðeins lengur úti í skóla í Bandaríkjunum en er búin að vera að æfa á fullu. Það er fínt að byrja sumarið hérna heima svona," sagði Valdís Þóra að lokum. Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
27 ára bið GR-inga eftir Íslandsmeistaratitli er loksins á enda. Haraldur Franklín Magnús, 21 árs kylfingur afrekaði í gær það sem öllum karlkylfingum GR hefur mistekist frá árinu 1985 – að verða Íslandsmeistari í golfi. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð Íslandsmeistari kvenna en hún var að taka stóra titilinn í annað skiptið á ferlinum því hún vann hann líka í Grafarholtinu 2009. Það var mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki og dramatíkin mikil á lokaholunum ekki síst hjá konunum þar sem þrír kylfingar skiptust á að hafa forystuna á síðustu holunum. Haraldur Franklín Magnús og Keilismaðurinn Rúnar Arnórsson háðu einvígi um titilinn og voru báðir að spila frábært golf. Í lokin munaði aðeins einu höggi á þeim félögum, Haraldur lék á sjö höggum undir pari en Rúnar var á sex höggum undir pari. Rúnar fékk fugl á þrettándu holunni og var í framhaldinu með eitt högg í forskot en allt snerist þetta síðan á sextándu holunni. Haraldur Franklín fékk fugl á henni og komst sjö höggum undir samanlagt en á sama tíma tapaði Rúnar höggi og var því kominn sex höggum undir par. Sá munur hélst síðan til loka og Haraldur fagnaði sigri með félögum sínum í GR sem flestir voru búnir að bíða lengi eftir þessari stund. GR átti líka manninn í þriðja sæti; Þórð Rafn Gissurarson. Haraldur Franklín Magnús er tvöfaldur meistari í ár því hann varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar. Búinn að ímynda sér þetta í 4 ár„Ég var búinn að ímynda mér það í svona fjögur ár að ég gæti unnið þetta," sagði Haraldur Franklín Magnús sigurreifur í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport skömmu eftir að hann fékk Íslandsbikarinn í hendurnar. „Ég fékk vissulega engan skolla á hringnum en ég var heldur ekki að fá mikið af fuglum," sagði Haraldur Franklín sem átti möguleika á að fá fugla á bæði 13. og 14. holunni en tókst ekki. „Ég var ekkert smá svekktur að ná ekki fuglum þarna því þá var hann einu höggi á undan mér en ég náði honum síðan," sagði Haraldur Franklín. „Ég er ógeðslega sáttur með þetta," sagði Íslandsmeistarinn sem er á leiðinni í nám til Bandaríkjanna. Hann eltir þar Íslandsmeistarann frá því í fyrra til Mississippi en það er farið að skapast hefð fyrir því að Íslandsmeistarinn í golfi gangi til liðs við golflið Mississippi State University. „Ég ætla að klára skólann fyrst en svo get ég farið að pæla eitthvað í atvinnumennskunni," sagði Haraldur. Tilfinningin alveg jafngóð„Þetta er frábært og tilfinningin er alveg jafngóð og í fyrsta skiptið," sagði Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn í annað skiptið á ferlinum. Dramatíkin var mikil í kvennaflokki og um tíma leit út fyrir að umspil myndi ráða úrslitum. Valdís Þóra háði þar rosalega keppni við Keiliskonurnar Önnu Sólveigu Snorradóttur og Tinnu Jóhannsdóttur sem voru á endanum einu höggi á eftir. Anna og Tinna voru báðar mjög nærri því að setja niður pútt á lokaholunni sem hefði tryggt þeim umspil á móti Valdísi Þóru. Anna vann síðan Tinnu í umspili um annað sætið. „Ég var aldrei búin að missa trúna á þessu því þetta var bara eitt högg sem vantaði upp á. Ég á eftir að berja hausnum í vegg yfir hvað í andskotanum ég var að gera á fimmtándu og sextándu," sagði Valdís Þóra sem var nálægt því að kasta frá sér sigrinum með því að fá tvo skramba í röð. Hún kom hins vegar sterk til baka og tryggði sér sigurinn með því að leika síðustu tvær holurnar á pari. „Það datt fram og til baka í lokin. Tinna tapaði höggi á 17. holunni og svo Anna á 18. holunni. Ég náði að redda parinu á báðum holum sem var fínt," sagði Valdís en hún var að keppa á sínu fyrsta móti í sumar. „Ég var aðeins lengur úti í skóla í Bandaríkjunum en er búin að vera að æfa á fullu. Það er fínt að byrja sumarið hérna heima svona," sagði Valdís Þóra að lokum.
Golf Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti