Endurreisn efnahagslífsins er að heppnast Steingrímur J. Sigfússon skrifar 25. júlí 2012 06:00 Efnahagshrun af þeirri stærðargráðu sem varð hér á landi árið 2008 hefur óumflýjanlega fjölþætt neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þegar tvennt gerist samtímis, harkalegt fall verður í tekjum ríkissjóðs og útgjöld stóraukast, þarf ekki að sökum að spyrja. Tekjufallið skýrist einkum af því að froðutekjur ofþensluáranna hurfu eins og dögg fyrir sólu og samdráttur í hagkerfinu varð nálægt 11% á tveimur árum. Einnig var tekjuöflunarkerfi ríkisins, hinir almennu og stöðugu skattstofnar, þannig á sig komið eftir nýfrjálshyggjutímann að það gat ekki staðið undir lágmarkssamneyslu. Óumflýjanleg útgjaldaaukning stafaði af stórauknu atvinnuleysi, vaxtagreiðslum vegna skulda sem hlóðust á ríkissjóð, beinum kostnaði við endurreisn efnahagslífsins og nauðsynlegum ráðstöfunum eins og stórhækkun vaxtabóta og vinnumarkaðs- og menntaaðgerðum tengdum auknu atvinnuleysi. Þá hefur rannsókn þessara atburða, réttarfarshliðin, samningagerð, málsvörn og hagsmunagæsla ríkisins kostað ófáa viðbótarmilljarða. Sem dæmi um stórar tölur má nefna að gjaldþrot Seðlabanka Íslands nam hátt í 200 mia. kr., kostnaður vegna atvinnuleysis er yfir 100 mia. kr. frá hruni og eiginfjárframlög til banka og sparisjóða, Íbúðarlánasjóðs og Byggðastofnunar nálgast 200 milljarða. Staðan var þannig í lok árs 2008 og út árið 2009 að raunveruleg hætta á þjóðargjaldþroti vofði yfir Íslandi, þ.e. að ríkissjóður myndi fyrr eða síðar ekki ná að standa í skilum með skuldbindingar sínar sem hefði dýpkað kreppuna enn frekar og þýtt meiriháttar bráðnun íslensks efnahagslífs. Í reynd var að dómi undirritaðs ekki fullljóst fyrr en í apríllok 2010 að þeirri hættu hefði verið bægt frá. Sem betur fer tókst að afstýra öllu slíku líkt og nýbirtur ríkisreikningur fyrir árið 2011 sýnir. Það kemur úr hörðustu átt að heyra sjálfstæðismenn gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur í ríkisfjármálum. Síðasta heila árið sem þeir báru ábyrgð á rekstri ríkisins, þ.e. 2008, var hallinn 216 milljarðar á verðlagi þess árs. Það gera 280 milljarða framreiknað með vísitölu neysluverðs til júní 2012. Vissulega er sárt að enn eru að falla til einskiptis „hrunreikningar" sem nær alfarið skýra frávik í ríkisreikningi fyrir árið 2011 frá áætlun fjáraukalaga. Slíkum liðum fer hins vegar ört fækkandi og upphæðirnar lækka eftir því sem árin líða frá hruni. Hið ánægjulega er að til framtíðar litið horfir rekstur ríkissjóðs mun betur og markmiðið um heildarjöfnuð 2014 er fyllilega raunhæft. Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2011 má sjá að sjóðstreymið frá rekstri ríkisins hefur batnað umtalsvert frá árunum á undan. Það er góður mælikvarði á þann árangur sem er að nást í raunverulegum eða segjum undirliggjandi rekstri ríkisins. Frumjöfnuður er nú kominn í jafnvægi sem gerir Ísland eitt af fáum ríkjum Evrópu þar sem slíkt er raunin. Viðsnúningur á frumjöfnuði ríkissjóðs frá árinu 2008 hefur vakið athygli erlendra greiningaraðila og fræðimanna og er oft vísað til hans þegar árangur Íslands í glímunni við kreppuna er kallaður athyglisverður, jafnvel undraverður. Í þessu samhengi má einnig benda á nokkuð kröfuharða dómara, þ.e. erlenda fjárfesta. Þeir hafa greinilega trú á Íslandi og okkar stefnu eins og sýndi sig í tveimur vel heppnuðum skuldabréfaútboðum ríkisins á erlendum markaði á árunum 2011 og 2012. Í útboðunum var veruleg umframeftirspurn, sem sagt fleiri voru tilbúnir til að kaupa meira en fengu. Það er ekki svo slæmur vitnisburður fyrir Ísland 2-3 árum eftir hrun. Lykillinn að árangri – blönduð leiðÞegar ríkisstjórnin lagði grunn að aðgerðum sínum í ríkisfjármálum á fyrrihluta árs 2009 var byggt á tilteknum hornsteinum: A) Þegar yrði hafist handa en ekki beðið, sbr. umfangsmiklar aðgerðir strax á miðju ári 2009. B) Farin yrði blönduð leið tekjuöflunar og sparnaðar í útgjöldum. C) Velferðarkerfið yrði varið fyrir niðurskurði eins og kostur væri og tekjulægstu hópum samfélagsins hlíft, ekki síst með skattkerfisbreytingum sem lögðu byrðarnar á hina tekjuhærri og efnameiri. Þessi blandaða leið hefur reynst farsæl enda hefur það sýnt sig í glímu annarra ríkja við erfiðleika í ríkisfjármálum að sé gengið of hart gegn velferðarkerfinu eða tekjulágum hópum getur það aukið á vandann í stað þess að leysa hann. Okkar útfærsla er því ekki aðeins hin eina rétta félagslega, heldur sýnir sig í að vera efnahagslega vel heppnuð. Veruleikinn sigrar niðurrifstaliðAllt yfirstandandi kjörtímabil hefur stjórnarandstaðan, með sorglega fáum en virðingarverðum undantekningum, talað niður eða gert lítið úr hverju skrefi sem Ísland hefur færst frá hruninu. Eru heimsendaspárnar orðnar fleiri en tölu verður á komið. Viðbrögðin við nýbirtum ríkisreikningi eru af sama sauðarhúsi. Í stað þess að fagna áframhaldandi bata er hann talaður niður. Formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði við það tækifæri stórkostlegan viðbótar niðurskurð, þar á meðal í velferðarmálum, því engu eigi að hlífa komist flokkurinn til valda. E.t.v. er Bjarni Benediktsson að sækja í reynslubrunn systurflokks síns á Bretlandi, breska Íhaldsflokksins. Þar í landi virðast harkalegar niðurskurðaraðgerðir, ekki síst á velferðahliðinni, vera nánast að stöðva breskt efnahagslíf. Hagvöxtur mælist þar vart lengur og útlitið stöðugt að versna. Hitt er ágætt að fá þessa forkynningu á væntanlegri kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Á Íslandi er annað uppi en í Bretlandi. Líkt og flestir hagvísar hafa sýnt síðustu ársfjórðunga er nú aukinn kraftur í efnahagsumhverfinu á Íslandi. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt að undanförnu með auknum umsvifum. Hagvöxtur var 3,1% á árinu 2011 og horfur eru góðar fyrir yfirstandandi ár og þau næstu að því tilskyldu að heimsbúskapurinn haldist á hjörunum. Þetta þýðir þó ekki að hægt sé að slaka á. Vinna verður að fullu bug á hallarekstri ríkisins eins og efnahagsáætlunin gerir ráð fyrir. Á heildina litið er útlitið bærilegt og það landris í efnahagsmálum sem spáð var síðsumars 2010 er þegar staðreynd. Nú er komið á daginn að það var einmitt þá, á síðari hluta ársins 2010, sem hagkerfið sneri við úr samdrætti í vöxt. Þar reyndist undirritaður sannspár en ekki hrakspámenn stjórnarandstöðunnar. Á meðfylgjandi mynd kemur fram að staðan hvað varðar sjóðsstreymi ríkissjóðs batnaði um rúma 90 milljarða króna milli áranna 2009 og 2011. Vísbendingar úr rekstri ríkissjóðs á fyrri helmingi yfirstandandi árs benda eindregið til áframhaldandi bata. Við erum á réttri leið og það er ekki síst markverður árangur í glímunni við ríkisfjármálin sem varðar veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Efnahagshrun af þeirri stærðargráðu sem varð hér á landi árið 2008 hefur óumflýjanlega fjölþætt neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þegar tvennt gerist samtímis, harkalegt fall verður í tekjum ríkissjóðs og útgjöld stóraukast, þarf ekki að sökum að spyrja. Tekjufallið skýrist einkum af því að froðutekjur ofþensluáranna hurfu eins og dögg fyrir sólu og samdráttur í hagkerfinu varð nálægt 11% á tveimur árum. Einnig var tekjuöflunarkerfi ríkisins, hinir almennu og stöðugu skattstofnar, þannig á sig komið eftir nýfrjálshyggjutímann að það gat ekki staðið undir lágmarkssamneyslu. Óumflýjanleg útgjaldaaukning stafaði af stórauknu atvinnuleysi, vaxtagreiðslum vegna skulda sem hlóðust á ríkissjóð, beinum kostnaði við endurreisn efnahagslífsins og nauðsynlegum ráðstöfunum eins og stórhækkun vaxtabóta og vinnumarkaðs- og menntaaðgerðum tengdum auknu atvinnuleysi. Þá hefur rannsókn þessara atburða, réttarfarshliðin, samningagerð, málsvörn og hagsmunagæsla ríkisins kostað ófáa viðbótarmilljarða. Sem dæmi um stórar tölur má nefna að gjaldþrot Seðlabanka Íslands nam hátt í 200 mia. kr., kostnaður vegna atvinnuleysis er yfir 100 mia. kr. frá hruni og eiginfjárframlög til banka og sparisjóða, Íbúðarlánasjóðs og Byggðastofnunar nálgast 200 milljarða. Staðan var þannig í lok árs 2008 og út árið 2009 að raunveruleg hætta á þjóðargjaldþroti vofði yfir Íslandi, þ.e. að ríkissjóður myndi fyrr eða síðar ekki ná að standa í skilum með skuldbindingar sínar sem hefði dýpkað kreppuna enn frekar og þýtt meiriháttar bráðnun íslensks efnahagslífs. Í reynd var að dómi undirritaðs ekki fullljóst fyrr en í apríllok 2010 að þeirri hættu hefði verið bægt frá. Sem betur fer tókst að afstýra öllu slíku líkt og nýbirtur ríkisreikningur fyrir árið 2011 sýnir. Það kemur úr hörðustu átt að heyra sjálfstæðismenn gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur í ríkisfjármálum. Síðasta heila árið sem þeir báru ábyrgð á rekstri ríkisins, þ.e. 2008, var hallinn 216 milljarðar á verðlagi þess árs. Það gera 280 milljarða framreiknað með vísitölu neysluverðs til júní 2012. Vissulega er sárt að enn eru að falla til einskiptis „hrunreikningar" sem nær alfarið skýra frávik í ríkisreikningi fyrir árið 2011 frá áætlun fjáraukalaga. Slíkum liðum fer hins vegar ört fækkandi og upphæðirnar lækka eftir því sem árin líða frá hruni. Hið ánægjulega er að til framtíðar litið horfir rekstur ríkissjóðs mun betur og markmiðið um heildarjöfnuð 2014 er fyllilega raunhæft. Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2011 má sjá að sjóðstreymið frá rekstri ríkisins hefur batnað umtalsvert frá árunum á undan. Það er góður mælikvarði á þann árangur sem er að nást í raunverulegum eða segjum undirliggjandi rekstri ríkisins. Frumjöfnuður er nú kominn í jafnvægi sem gerir Ísland eitt af fáum ríkjum Evrópu þar sem slíkt er raunin. Viðsnúningur á frumjöfnuði ríkissjóðs frá árinu 2008 hefur vakið athygli erlendra greiningaraðila og fræðimanna og er oft vísað til hans þegar árangur Íslands í glímunni við kreppuna er kallaður athyglisverður, jafnvel undraverður. Í þessu samhengi má einnig benda á nokkuð kröfuharða dómara, þ.e. erlenda fjárfesta. Þeir hafa greinilega trú á Íslandi og okkar stefnu eins og sýndi sig í tveimur vel heppnuðum skuldabréfaútboðum ríkisins á erlendum markaði á árunum 2011 og 2012. Í útboðunum var veruleg umframeftirspurn, sem sagt fleiri voru tilbúnir til að kaupa meira en fengu. Það er ekki svo slæmur vitnisburður fyrir Ísland 2-3 árum eftir hrun. Lykillinn að árangri – blönduð leiðÞegar ríkisstjórnin lagði grunn að aðgerðum sínum í ríkisfjármálum á fyrrihluta árs 2009 var byggt á tilteknum hornsteinum: A) Þegar yrði hafist handa en ekki beðið, sbr. umfangsmiklar aðgerðir strax á miðju ári 2009. B) Farin yrði blönduð leið tekjuöflunar og sparnaðar í útgjöldum. C) Velferðarkerfið yrði varið fyrir niðurskurði eins og kostur væri og tekjulægstu hópum samfélagsins hlíft, ekki síst með skattkerfisbreytingum sem lögðu byrðarnar á hina tekjuhærri og efnameiri. Þessi blandaða leið hefur reynst farsæl enda hefur það sýnt sig í glímu annarra ríkja við erfiðleika í ríkisfjármálum að sé gengið of hart gegn velferðarkerfinu eða tekjulágum hópum getur það aukið á vandann í stað þess að leysa hann. Okkar útfærsla er því ekki aðeins hin eina rétta félagslega, heldur sýnir sig í að vera efnahagslega vel heppnuð. Veruleikinn sigrar niðurrifstaliðAllt yfirstandandi kjörtímabil hefur stjórnarandstaðan, með sorglega fáum en virðingarverðum undantekningum, talað niður eða gert lítið úr hverju skrefi sem Ísland hefur færst frá hruninu. Eru heimsendaspárnar orðnar fleiri en tölu verður á komið. Viðbrögðin við nýbirtum ríkisreikningi eru af sama sauðarhúsi. Í stað þess að fagna áframhaldandi bata er hann talaður niður. Formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði við það tækifæri stórkostlegan viðbótar niðurskurð, þar á meðal í velferðarmálum, því engu eigi að hlífa komist flokkurinn til valda. E.t.v. er Bjarni Benediktsson að sækja í reynslubrunn systurflokks síns á Bretlandi, breska Íhaldsflokksins. Þar í landi virðast harkalegar niðurskurðaraðgerðir, ekki síst á velferðahliðinni, vera nánast að stöðva breskt efnahagslíf. Hagvöxtur mælist þar vart lengur og útlitið stöðugt að versna. Hitt er ágætt að fá þessa forkynningu á væntanlegri kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Á Íslandi er annað uppi en í Bretlandi. Líkt og flestir hagvísar hafa sýnt síðustu ársfjórðunga er nú aukinn kraftur í efnahagsumhverfinu á Íslandi. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt að undanförnu með auknum umsvifum. Hagvöxtur var 3,1% á árinu 2011 og horfur eru góðar fyrir yfirstandandi ár og þau næstu að því tilskyldu að heimsbúskapurinn haldist á hjörunum. Þetta þýðir þó ekki að hægt sé að slaka á. Vinna verður að fullu bug á hallarekstri ríkisins eins og efnahagsáætlunin gerir ráð fyrir. Á heildina litið er útlitið bærilegt og það landris í efnahagsmálum sem spáð var síðsumars 2010 er þegar staðreynd. Nú er komið á daginn að það var einmitt þá, á síðari hluta ársins 2010, sem hagkerfið sneri við úr samdrætti í vöxt. Þar reyndist undirritaður sannspár en ekki hrakspámenn stjórnarandstöðunnar. Á meðfylgjandi mynd kemur fram að staðan hvað varðar sjóðsstreymi ríkissjóðs batnaði um rúma 90 milljarða króna milli áranna 2009 og 2011. Vísbendingar úr rekstri ríkissjóðs á fyrri helmingi yfirstandandi árs benda eindregið til áframhaldandi bata. Við erum á réttri leið og það er ekki síst markverður árangur í glímunni við ríkisfjármálin sem varðar veginn.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun