Drengjasveitin Backstreet Boys vinnur að sinni fimmtu plötu og er þetta í fyrsta sinn sem allir meðlimir sveitarinnar koma saman í hljóðveri síðan árið 2005.
„Við erum mjög spenntir, þetta er í fyrsta sinn sem við erum allir fimm saman í hljóðverinu síðan 2005,“ sagði Howie Dorough í viðtali við Good Morning America en Kevin Richardson er kominn aftur til liðs við hljómsveitina. Meðlimir Backstreet Boys búa saman í London á meðan þeir vinna við plötuna og ætti það að treysta vinaböndin milli þeirra að nýju.
Saman á ný
