Björgum Ingólfstorgsumræðunni Hjálmar Sveinsson skrifar 18. júlí 2012 06:00 Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum.
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun