Strax byrjaðir á nýrri plötu 13. júlí 2012 11:00 Gott tvíeyki Þeir Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar eru búnir að gera 34 lög saman í vetur og stefna á áframhaldandi samstarf. „Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn," segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag. Þeir Halldór og Sverrir hafa séð um liðinn Föstudagslögin í þáttum Auðuns Blöndal, FM95BLÖ, á útvarpsstöðinni FM957 í vetur. Þar fluttu þeir vikulega eitt þekkt lag sem þeir höfðu fært yfir í kassagítarsútgáfu. Halldór Gunnar sér um undirspilið í öllum lögunum og Sverrir syngur. „Ég vil nú meina að Sverrir geti vel spilað undir og hann vill meina að ég geti vel sungið. Ég er samt ekkert að fara að gaula með jafn æðislegan söngvara og Sverri Bergmann við hliðina á mér. Hann segist á móti ekki vilja spila á gítar við hliðina á mér, svo ætli það sé ekki fínt að halda þessu svona. Ég ætla að minnsta kosti ekki að syngja fyrr en hann tekur upp gítarinn," segir Halldór og hlær. Diskurinn er aðeins fáanlegur á stafrænu formi á Tonlist.is. Kaupi menn alla plötuna fylgir henni Þjóðhátíðarlagið í ár, Þar sem hjartað slær, sem er einmitt samið af Halldóri Gunnari og flutt af Sverri og rokkkórnum Fjallabræðrum. Þeir Halldór og Sverrir ætla ekki að láta hér við sitja því þeir eru með aðra plötu í vinnslu sem er væntanleg með haustinu. „Sú plata verður aðeins veigameiri en þessi. Við erum ekki búnir að ákveða endanlega hvað verður á henni en það verður einhver blanda af frumsömdu efni og lítið þekktum lögum sem við ætlum að íslenska," segir Halldór en öll platan verður á íslensku og hljómsveit mun annast undirspilið. - trs Fréttir Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn," segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag. Þeir Halldór og Sverrir hafa séð um liðinn Föstudagslögin í þáttum Auðuns Blöndal, FM95BLÖ, á útvarpsstöðinni FM957 í vetur. Þar fluttu þeir vikulega eitt þekkt lag sem þeir höfðu fært yfir í kassagítarsútgáfu. Halldór Gunnar sér um undirspilið í öllum lögunum og Sverrir syngur. „Ég vil nú meina að Sverrir geti vel spilað undir og hann vill meina að ég geti vel sungið. Ég er samt ekkert að fara að gaula með jafn æðislegan söngvara og Sverri Bergmann við hliðina á mér. Hann segist á móti ekki vilja spila á gítar við hliðina á mér, svo ætli það sé ekki fínt að halda þessu svona. Ég ætla að minnsta kosti ekki að syngja fyrr en hann tekur upp gítarinn," segir Halldór og hlær. Diskurinn er aðeins fáanlegur á stafrænu formi á Tonlist.is. Kaupi menn alla plötuna fylgir henni Þjóðhátíðarlagið í ár, Þar sem hjartað slær, sem er einmitt samið af Halldóri Gunnari og flutt af Sverri og rokkkórnum Fjallabræðrum. Þeir Halldór og Sverrir ætla ekki að láta hér við sitja því þeir eru með aðra plötu í vinnslu sem er væntanleg með haustinu. „Sú plata verður aðeins veigameiri en þessi. Við erum ekki búnir að ákveða endanlega hvað verður á henni en það verður einhver blanda af frumsömdu efni og lítið þekktum lögum sem við ætlum að íslenska," segir Halldór en öll platan verður á íslensku og hljómsveit mun annast undirspilið. - trs
Fréttir Tónlist Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira