Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi 12. júlí 2012 08:00 farice Farice rekur tvo sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Annar þeirra, Farice, kemur á land nyrst í Skotlandi en þessi mynd var tekin þegar strengurinn var dreginn á land árið 2004. Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira