Lítil málverk eftir tíu ára listamann, Odd Sigþór Hilmarsson, fylgja hverju lagi í umslagi nýrrar plötu hljómsveitarinnar Melchior. Málverkin eru nú til sýnis í Netagerðinni, Kongó Shop.
Platan heitir Matur fyrir tvo og er tónlistarlegt framhald Melchior sem kom út 2009 og núna hefur kammerpoppið verið þróað enn frekar. Lagið Uglan, sem hljómar á plötunni, er komið inn á vinsældarlista Rásar 2. Útgáfutónleikar verða í Iðnó annað kvöld klukkan 20.30. Miðar fást við innganginn á 1.900 krónur en miðasala fer einnig fram á Midi.is.
Málverk fylgja lögum
