Atvinnuvegafjárfesting tekur vel við sér Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. júlí 2012 06:00 Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun