Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð 10. júlí 2012 11:30 Við heyskap Þurrkar setja nú strik í reikninginn hjá bændum, jafnvel svo að ekki fæst vatn í vökvunarbúnaðinn.fréttablaðið/gva Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira