Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð 10. júlí 2012 11:30 Við heyskap Þurrkar setja nú strik í reikninginn hjá bændum, jafnvel svo að ekki fæst vatn í vökvunarbúnaðinn.fréttablaðið/gva Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé. „Það er þannig ástatt að líklegast er einn fjórði partur af túninu allverulega brunninn og þar er nær engin uppskera," segir hann. „Á þeim stöðum sem eitthvað hey var að hafa var uppskeran ágæt en gæðin eru eflaust eitthvað slakari." Hann segir þetta þriðja sumarið í röð sem þurrkar setja strik í reikninginn en þó hafi það aldrei verið jafn slæmt og í ár. Hann var reyndar búinn að búa sig undir þurrkatíð, ásamt öðrum bændum, en þeir fjárfestu í sérstökum vökvunarbúnaði til að vera við sem flestu búnir. „En við fengum hann aðeins of seint, það var allt vatn búið þegar við fengum hann enda allir lækir hér uppþornaðir og lindirnar sem við höfum aðgang að duga engan veginn í þetta," segir hann. Hann vonast þó til að úr rætist fyrir seinni sláttinn. „En það er náttúrulega ekkert þægileg staða að þurfa að horfa til himins og vona að úr rætist svo ekki þurfi að fækka fé," bætir hann við en hann hefur um 450 ær. Húnvetningum til huggunar má geta þess að á Vestfjörðum virðast bændur hafa verið bænheyrðir en þar var útlitið verulega svart en svo hefur ræst úr að sögn Bjarna Hákonarsonar á Haga á Barðaströnd og Jóns Bjarnasonar í Hvestu í Arnarfirði. „Útlitið var verulega svart en svo rættist úr þessu þegar það rigndi hér í fjóra eða fimm daga," segir Jón sem er sæll eftir fyrri slátt. „Heyskapurinn tefst kannski um viku, tíu daga en það gerir ekkert til," bætir hann við. Undir Eyjafjöllum hafa menn hins vegar ekki yfir neinu að kvarta. „Hér er spretta góð, kornið farið að skríða, hitinn yfirleitt um átján til tuttugu stig og sveitin fjölsótt af ferðamönnum svo að við höfum ekki yfir neinu að kvarta," segir Ólafur Eggertsson, bóndi og ferðamannafrömuður á Þorvaldseyri. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira