Nýtt upphaf í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 5. júlí 2012 06:00 Eftir fjögurra ára kreppu og nær algert byggingarstopp eru merki á lofti um að nýtt uppbyggingarskeið sé að hefjast í Reykjavík. Á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, sem hefur verið skipulagt fyrir vísinda- og stúdentagarða, er verið að byggja 280 stúdentaíbúðir. Borgarráð samþykkti um daginn að auglýsa 100 stúdentaíbúðir við Bolholt. Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hyggst byggja um 250 íbúðir, af ýmsum stærðum og gerðum, við Einholt og Þverholt. Á næstunni verður kynnt nýtt rammaskipulag sem kveður á um talsverða uppbyggingu við höfnina og ekki má gleyma að til stendur að byggja nýtt spítala- og háskólahverfi á auða svæðinu milli nýju og gömlu Hringbrautar. Það verða mestu byggingarframkvæmdir í Reykjavík í áratugi. Fyrsta áfanga á að vera lokið eftir fimm ár. Þessar fyrirætlanir og framkvæmdir eru í takt við þá stefnu sem nú er verið að móta í þverpólitískri vinnu við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Á kynningar- og umræðufundum, sem hafa verið haldnir í öllum hverfum borgarinnar undanfarið, hefur komið skýrt fram að nýtt aðalskipulag felur í sér róttæka stefnubreytingu. Skipulagið hverfur frá dreifbýlisstefnu undanfarinna ára og áratuga. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík næstu áratugi. Reykvíkingar, og íbúar höfuðborgarsvæðisins alls, eiga nú þegar mikið af ágætum úthverfum. Nú er komið að innhverfunum.Borg fyrir alls konar fólk Í kynningarbæklingi, sem skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefur gefið út, er gert ráð fyrir að Reykvíkingum fjölgi um 25.000 manns til ársins 2030. Það þýðir að byggja þarf um 12.000 íbúðir á tímabilinu. Skipulagið gerir ráð fyrir að uppbyggingin eigi sér fyrst og fremst stað á þéttingarási sem teygir sig frá Mýrargötu upp í gegnum Hlemm, meðfram Suðurlandsbraut, inn að Elliðaárósum og að Ártúnshöfða. Gert er ráð fyrir öflugum almenningssamgöngum á þessari leið og góðum hjólabrautum. Hitt þéttingarsvæðið er í Vatnsmýrinni. Þar verða byggðar allt að sjö þúsund íbúðir. Segja má að þar með myndist tveir þéttingarásar. Annar liggur frá vestri til austurs, hinn frá suðri til norðurs. Þeir skerast í miðborginni. Atrennur að þéttingu borgarinnar hafa heppnast misvel í gegnum tíðina. Morgunblaðshúsið, Skúlagötuskipulagið og Höfðatorg eru dæmi um háhýsaþéttingu sem tekur ekkert tillit til umhverfisins. Einnig hefur borið á ásókn í að byggja helst bara íbúðir fyrir eldri borgara og sterkefnað, barnlaust fólk á þéttingarreitum inni í borginni. Sennilega gefur það mest í aðra hönd fyrir fjárfesta og verktaka og jafnvel borgarsjóð líka, til skamms tíma. Það hlýtur samt að vera meiri framtíð í félagslegum fjölbreytileika. Það er ekki lífvænleg stefna að útiloka barnafólk frá nýjum íbúðarreitum í grennd við miðborgina.Skýrar línur Þéttingin hefur fengið neikvæðan stimpil undanfarin ár vegna þess að orðið hefur verið notað ítrekað til að réttlæta ýtrustu kröfur sérhagsmunaaðila. Það er því afar mikilvægt að árétta að hún er ekki markmið í sjálfu sér. Þétting er leið til að skapa vistvænni, manneskjulegri, líflegri og sjálfbærari borg. Þetta eru fögur orð og við vitum að fögur orð og fyrirheit gera lítið gagn ein og sér. Reynslan kennir okkur að það er nauðsynlegt að allir séu á sömu blaðsíðunni; íbúar, yfirvöld, fjárfestar, verktakar. Línurnar þurfa að vera alveg skýrar. Það þarf að vera alveg skýrt hvar verður byggt og hvar ekki næstu tvo til þrjá áratugi og markmiðin með uppbyggingunni eiga að vera á hreinu. Skilvirk leið til að koma í veg fyrir að þéttingarsvæðin í borginni séu lokuð fyrir félagslegum fjölbreytileika er að skapa fleiri valkosti á húsnæðismarkaði. Nýsamþykkt húsnæðisstefna gerir ráð fyrir að á fyrirhuguðum þéttingarsvæðum verði fjórðungur íbúðanna leigu- og búseturéttaríbúðir. Mikilvæg forsenda þess að Reykjavík verði í framtíðinni vistvæn og sjálfbær, og um leið manneskjuleg, er að umferðin verði meira borgarmiðuð þar sem gangandi og hjólandi njóta forgangs og hlutur almenningssamgangna verði stóraukinn. Til að það gangi eftir þarf margt að koma til. Endurhönnun gatna þarf að taka mið af nýrri forgangsröðun og slaka verður á úreltum kröfum um fjölda bílastæða við nýbyggingar. Fyrirtæki og opinberar stofnanir þurfa að koma sér um metnaðarfullri samgöngustefnu og gjald fyrir bílastæði á að svara raunkostnaði við gerð þeirra og rekstur. Nokkur skref hafa þegar verið tekin í þessa átt. Borgarbúar njóta grænna skrefa og metnaðarfullrar hjólreiðaáætlunar frá síðasta meirihluta. Núverandi meirihluti hefur meðal annars samþykkt samgönguætlun í samvinnu við ríkisvaldið sem gerir ráð fyrir miklu þéttari og öflugri almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að breyta reglum þannig að þær kveði ekki lengur á um lágmarksbílastæðafjölda, heldur hámarksbílastæðafjölda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir fjögurra ára kreppu og nær algert byggingarstopp eru merki á lofti um að nýtt uppbyggingarskeið sé að hefjast í Reykjavík. Á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, sem hefur verið skipulagt fyrir vísinda- og stúdentagarða, er verið að byggja 280 stúdentaíbúðir. Borgarráð samþykkti um daginn að auglýsa 100 stúdentaíbúðir við Bolholt. Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hyggst byggja um 250 íbúðir, af ýmsum stærðum og gerðum, við Einholt og Þverholt. Á næstunni verður kynnt nýtt rammaskipulag sem kveður á um talsverða uppbyggingu við höfnina og ekki má gleyma að til stendur að byggja nýtt spítala- og háskólahverfi á auða svæðinu milli nýju og gömlu Hringbrautar. Það verða mestu byggingarframkvæmdir í Reykjavík í áratugi. Fyrsta áfanga á að vera lokið eftir fimm ár. Þessar fyrirætlanir og framkvæmdir eru í takt við þá stefnu sem nú er verið að móta í þverpólitískri vinnu við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Á kynningar- og umræðufundum, sem hafa verið haldnir í öllum hverfum borgarinnar undanfarið, hefur komið skýrt fram að nýtt aðalskipulag felur í sér róttæka stefnubreytingu. Skipulagið hverfur frá dreifbýlisstefnu undanfarinna ára og áratuga. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík næstu áratugi. Reykvíkingar, og íbúar höfuðborgarsvæðisins alls, eiga nú þegar mikið af ágætum úthverfum. Nú er komið að innhverfunum.Borg fyrir alls konar fólk Í kynningarbæklingi, sem skipulags- og byggingarsvið borgarinnar hefur gefið út, er gert ráð fyrir að Reykvíkingum fjölgi um 25.000 manns til ársins 2030. Það þýðir að byggja þarf um 12.000 íbúðir á tímabilinu. Skipulagið gerir ráð fyrir að uppbyggingin eigi sér fyrst og fremst stað á þéttingarási sem teygir sig frá Mýrargötu upp í gegnum Hlemm, meðfram Suðurlandsbraut, inn að Elliðaárósum og að Ártúnshöfða. Gert er ráð fyrir öflugum almenningssamgöngum á þessari leið og góðum hjólabrautum. Hitt þéttingarsvæðið er í Vatnsmýrinni. Þar verða byggðar allt að sjö þúsund íbúðir. Segja má að þar með myndist tveir þéttingarásar. Annar liggur frá vestri til austurs, hinn frá suðri til norðurs. Þeir skerast í miðborginni. Atrennur að þéttingu borgarinnar hafa heppnast misvel í gegnum tíðina. Morgunblaðshúsið, Skúlagötuskipulagið og Höfðatorg eru dæmi um háhýsaþéttingu sem tekur ekkert tillit til umhverfisins. Einnig hefur borið á ásókn í að byggja helst bara íbúðir fyrir eldri borgara og sterkefnað, barnlaust fólk á þéttingarreitum inni í borginni. Sennilega gefur það mest í aðra hönd fyrir fjárfesta og verktaka og jafnvel borgarsjóð líka, til skamms tíma. Það hlýtur samt að vera meiri framtíð í félagslegum fjölbreytileika. Það er ekki lífvænleg stefna að útiloka barnafólk frá nýjum íbúðarreitum í grennd við miðborgina.Skýrar línur Þéttingin hefur fengið neikvæðan stimpil undanfarin ár vegna þess að orðið hefur verið notað ítrekað til að réttlæta ýtrustu kröfur sérhagsmunaaðila. Það er því afar mikilvægt að árétta að hún er ekki markmið í sjálfu sér. Þétting er leið til að skapa vistvænni, manneskjulegri, líflegri og sjálfbærari borg. Þetta eru fögur orð og við vitum að fögur orð og fyrirheit gera lítið gagn ein og sér. Reynslan kennir okkur að það er nauðsynlegt að allir séu á sömu blaðsíðunni; íbúar, yfirvöld, fjárfestar, verktakar. Línurnar þurfa að vera alveg skýrar. Það þarf að vera alveg skýrt hvar verður byggt og hvar ekki næstu tvo til þrjá áratugi og markmiðin með uppbyggingunni eiga að vera á hreinu. Skilvirk leið til að koma í veg fyrir að þéttingarsvæðin í borginni séu lokuð fyrir félagslegum fjölbreytileika er að skapa fleiri valkosti á húsnæðismarkaði. Nýsamþykkt húsnæðisstefna gerir ráð fyrir að á fyrirhuguðum þéttingarsvæðum verði fjórðungur íbúðanna leigu- og búseturéttaríbúðir. Mikilvæg forsenda þess að Reykjavík verði í framtíðinni vistvæn og sjálfbær, og um leið manneskjuleg, er að umferðin verði meira borgarmiðuð þar sem gangandi og hjólandi njóta forgangs og hlutur almenningssamgangna verði stóraukinn. Til að það gangi eftir þarf margt að koma til. Endurhönnun gatna þarf að taka mið af nýrri forgangsröðun og slaka verður á úreltum kröfum um fjölda bílastæða við nýbyggingar. Fyrirtæki og opinberar stofnanir þurfa að koma sér um metnaðarfullri samgöngustefnu og gjald fyrir bílastæði á að svara raunkostnaði við gerð þeirra og rekstur. Nokkur skref hafa þegar verið tekin í þessa átt. Borgarbúar njóta grænna skrefa og metnaðarfullrar hjólreiðaáætlunar frá síðasta meirihluta. Núverandi meirihluti hefur meðal annars samþykkt samgönguætlun í samvinnu við ríkisvaldið sem gerir ráð fyrir miklu þéttari og öflugri almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að breyta reglum þannig að þær kveði ekki lengur á um lágmarksbílastæðafjölda, heldur hámarksbílastæðafjölda.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar