Tónlist

Tónleikaröð Kjuregej

Þau Charles Ross, Halldór Warén og Sunchana Slamming koma fram með hinni rússnesku listakonu.
Þau Charles Ross, Halldór Warén og Sunchana Slamming koma fram með hinni rússnesku listakonu.
Listakonan Kjuregej Alexandra Argunova ætlar að halda þrenna tónleika í Norðausturkjördæmi á næstu dögum ásamt félögum sínum Charles Ross, Halldór Warén og Sunchana Slamning.

Tónleikaröðin hefst í Sláturhúsinu Egilsstöðum í kvöld, fimmtudaginn 5. júlí, en Kjuregej er heiðursgestur Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði og mætir þar á laugardaginn klukkan 21.

Á sunnudaginn mun Kjuregej-flokkurinn halda tónleika í kirkjunni í Möðrudal á Fjöllum. Það er við hæfi því landslagið á Fjöllum minnir á hásléttur Jakútíu sem Kjuregej er frá.

Hljómdiskurinn Kjuregej, sem kom út í lok síðasta árs, hefur fengið góða dóma og nú er verið að þýða veglega bók sem fylgir honum yfir á rússnesku, vegna áhuga ytra, en fyrir er textinn í bókinni á íslensku og ensku. -gun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×