Listakonan Kjuregej Alexandra Argunova ætlar að halda þrenna tónleika í Norðausturkjördæmi á næstu dögum ásamt félögum sínum Charles Ross, Halldór Warén og Sunchana Slamning.
Tónleikaröðin hefst í Sláturhúsinu Egilsstöðum í kvöld, fimmtudaginn 5. júlí, en Kjuregej er heiðursgestur Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði og mætir þar á laugardaginn klukkan 21.
Á sunnudaginn mun Kjuregej-flokkurinn halda tónleika í kirkjunni í Möðrudal á Fjöllum. Það er við hæfi því landslagið á Fjöllum minnir á hásléttur Jakútíu sem Kjuregej er frá.
Hljómdiskurinn Kjuregej, sem kom út í lok síðasta árs, hefur fengið góða dóma og nú er verið að þýða veglega bók sem fylgir honum yfir á rússnesku, vegna áhuga ytra, en fyrir er textinn í bókinni á íslensku og ensku. -gun
Tónleikaröð Kjuregej
