Gítar Skálmaldar boðinn upp 29. júní 2012 15:00 „Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða," segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Handsmíðaður gítar af tegundinni Fender sem Þráinn ætlar að spila á í sumar, meðal annars í Þýskalandi og á hátíðinni Eistnaflugi, verður seldur á uppboði í á tónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika í september. Allur ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn endurgjaldslaust. „Hún fílar Skálmöld og hún var mjög ánægð með að fá að skreyta gítarinn í tengslum við það sem við erum að gera," segir Þráinn. Á gítarnum verða tilvísanir í plötuna Baldur og væntanlega plötu Skálmaldar sem fjallar um börn Loka. Hljóðfærahúsið og Fender gefa gítarinn en verkefnið er unnið í samstarfi við Tuborg. „Mér finnst þetta ótrúlegur heiður. Það er svolítið sérstök tilfinning að einhver vilji græja fyrir mann gítar og síðan bjóða hann upp," segir Þráinn. „Við ætlum að safna fyrir gott málefni og ef einhvern virkilega vantar gítar þá er algjörlega málið að bjóða í þennan sérhannaða gítar. Við létum græja hann í Bandaríkjunum og eftir að ég prófaði hann vildi ég ekki sleppa honum. Ætli ég verði ekki að bjóða sjálfur í hann." - fb Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða," segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Handsmíðaður gítar af tegundinni Fender sem Þráinn ætlar að spila á í sumar, meðal annars í Þýskalandi og á hátíðinni Eistnaflugi, verður seldur á uppboði í á tónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika í september. Allur ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn endurgjaldslaust. „Hún fílar Skálmöld og hún var mjög ánægð með að fá að skreyta gítarinn í tengslum við það sem við erum að gera," segir Þráinn. Á gítarnum verða tilvísanir í plötuna Baldur og væntanlega plötu Skálmaldar sem fjallar um börn Loka. Hljóðfærahúsið og Fender gefa gítarinn en verkefnið er unnið í samstarfi við Tuborg. „Mér finnst þetta ótrúlegur heiður. Það er svolítið sérstök tilfinning að einhver vilji græja fyrir mann gítar og síðan bjóða hann upp," segir Þráinn. „Við ætlum að safna fyrir gott málefni og ef einhvern virkilega vantar gítar þá er algjörlega málið að bjóða í þennan sérhannaða gítar. Við létum græja hann í Bandaríkjunum og eftir að ég prófaði hann vildi ég ekki sleppa honum. Ætli ég verði ekki að bjóða sjálfur í hann." - fb
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira