Sáttavilji ítrekaður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2012 06:00 Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. Dómurinn kveður á um að greiddar skuli 500 þúsund krónur í miskabætur, sama fjárhæð og ég bauð til sátta þegar í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Sjónarmið mitt var frá upphafi að leita allra leiða til sátta í málinu þannig að það þyrfti ekki á neinu stigi að fara fyrir dómstóla. Þeim sáttavilja mínum var ítrekað komið á framfæri við kæranda, bæði munnlega og skriflega, eins og rakið er í málsgögnum. Ég ákvað að fara ekki í mál til ógildingar úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þvert á það sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, enda hefur ýmsu verið snúið á hvolf í þessu máli í opinberri umræðu. Dómurinn nú byggir á því, að fyrst ekki hafi verið höfðað slíkt ógildingarmál beri að líta svo á að úrskurður kærunefndar jafnréttismála sé bindandi, samkvæmt ákvæði í jafnréttislögum sem ekki hefur reynt á áður. Ákvæði sem ég sem félags- og tryggingamálaráðherra lagði áherslu á að öðlaðist lagagildi og styrkti þannig umhverfi jafnréttismála. Nú liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og er dómurinn í góðu samræmi við þá sátt sem ég ítrekað bauð. Miskabætur skal samkvæmt dómnum greiða vegna yfirlýsingar sem birt var á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála og einnig vegna skipan rýnihóps hlutlausra sérfræðinga. Rýnihópurinn átti að meta hvaða lærdóm mætti draga af málinu, meðal annars hvernig hægt væri að samræma vinnubrögð og viðmið innan Stjórnarráðsins við opinberar embættisveitingar. Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er fallinn í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli sem varðar skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu þar sem ríkið er sýknað af háum skaðabótum en dæmt til þess að greiða miskabætur. Dómurinn kveður á um að greiddar skuli 500 þúsund krónur í miskabætur, sama fjárhæð og ég bauð til sátta þegar í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Sjónarmið mitt var frá upphafi að leita allra leiða til sátta í málinu þannig að það þyrfti ekki á neinu stigi að fara fyrir dómstóla. Þeim sáttavilja mínum var ítrekað komið á framfæri við kæranda, bæði munnlega og skriflega, eins og rakið er í málsgögnum. Ég ákvað að fara ekki í mál til ógildingar úrskurði kærunefndar jafnréttismála, þvert á það sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, enda hefur ýmsu verið snúið á hvolf í þessu máli í opinberri umræðu. Dómurinn nú byggir á því, að fyrst ekki hafi verið höfðað slíkt ógildingarmál beri að líta svo á að úrskurður kærunefndar jafnréttismála sé bindandi, samkvæmt ákvæði í jafnréttislögum sem ekki hefur reynt á áður. Ákvæði sem ég sem félags- og tryggingamálaráðherra lagði áherslu á að öðlaðist lagagildi og styrkti þannig umhverfi jafnréttismála. Nú liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og er dómurinn í góðu samræmi við þá sátt sem ég ítrekað bauð. Miskabætur skal samkvæmt dómnum greiða vegna yfirlýsingar sem birt var á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála og einnig vegna skipan rýnihóps hlutlausra sérfræðinga. Rýnihópurinn átti að meta hvaða lærdóm mætti draga af málinu, meðal annars hvernig hægt væri að samræma vinnubrögð og viðmið innan Stjórnarráðsins við opinberar embættisveitingar. Í ljósi niðurstöðu dómsins er sjálfsagt að biðja stefnanda, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, velvirðingar á þeim miska sem málið kann að hafa valdið henni.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar