Til hamingju með daginn Árni Stefán Jónsson skrifar 19. júní 2012 11:00 Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun