Nýir sigrar jafnréttisbaráttunnar Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru konur í meirihluta æðstu embætta stjórnsýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu 40% nú lögbundna lágmarki í nefndum og ráðum Stjórnarráðsins. Kynjakvótinn sem núverandi stjórnarmeirihluti innleiddi hefur þegar leitt til fjölgunar kvenna í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja en hann kemst að fullu til framkvæmda 2013. Hert barátta gegn kynbundnu ofbeldi dylst engum, svo sem lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíðum. Vert er að minna á nýja greiningu Þjóðmálastofnunar á þróun launamunar kynjanna fyrir hrun annars vegar og í tíð þessarar ríkisstjórnar hins vegar. Greiningin byggir á gögnum Hagstofunnar og sýnir minnkandi mun, úr 30-35% í 13-20%, eftir því við hvaða launahugtak er miðað. En þessi árangur nægir mér ekki, ekki núverandi ríkisstjórn og ekki konum þessa lands. Launajafnrétti kynjanna er það svið jafnréttisbaráttunnar þar sem stöðugt þarf að sækja fram, móta einarðan pólitískan vilja og finna ný og beittari verkfæri til að hrinda honum í framkvæmd. Í dag verður kynnt frumvarp að staðli um launajafnrétti kynja. Með honum hafa aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð unnið algert frumkvöðla- og brautryðjendastarf. Ég bind miklar vonir við að atvinnulífið allt taki honum fagnandi og nýti þá möguleika sem hann skapar til að ná enn frekari árangri í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mannréttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei sem í dag getum við fagnað jafn stórum áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökkum við líka fyrir baráttu undangenginna kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna til samstöðu og samvinnu um að stefna enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála á heimsvísu og ætlum að halda þessu forystusæti með því að sækja stöðugt fram. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru konur í meirihluta æðstu embætta stjórnsýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu 40% nú lögbundna lágmarki í nefndum og ráðum Stjórnarráðsins. Kynjakvótinn sem núverandi stjórnarmeirihluti innleiddi hefur þegar leitt til fjölgunar kvenna í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja en hann kemst að fullu til framkvæmda 2013. Hert barátta gegn kynbundnu ofbeldi dylst engum, svo sem lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem er í smíðum. Vert er að minna á nýja greiningu Þjóðmálastofnunar á þróun launamunar kynjanna fyrir hrun annars vegar og í tíð þessarar ríkisstjórnar hins vegar. Greiningin byggir á gögnum Hagstofunnar og sýnir minnkandi mun, úr 30-35% í 13-20%, eftir því við hvaða launahugtak er miðað. En þessi árangur nægir mér ekki, ekki núverandi ríkisstjórn og ekki konum þessa lands. Launajafnrétti kynjanna er það svið jafnréttisbaráttunnar þar sem stöðugt þarf að sækja fram, móta einarðan pólitískan vilja og finna ný og beittari verkfæri til að hrinda honum í framkvæmd. Í dag verður kynnt frumvarp að staðli um launajafnrétti kynja. Með honum hafa aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð unnið algert frumkvöðla- og brautryðjendastarf. Ég bind miklar vonir við að atvinnulífið allt taki honum fagnandi og nýti þá möguleika sem hann skapar til að ná enn frekari árangri í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna. Til hamingju með daginn!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar