Þreyttur eftir þrjátíu ár í bransanum 15. júní 2012 08:00 hættur Jakob Smári Magnússon er hættur að spila á böllum og hefur fengið starf sem sölumaður. fréttablaðið/stefán „Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég er orðinn þreyttur á þessu," segir bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Hann er hættur að spila með hljómsveitunum SS Sól og Reiðmönnum vindanna og ætlar yfirhöfuð að draga sig út úr allri spilamennsku á böllum eftir rúmlega þrjátíu ár í bransanum. „Ég hef verið að reyna að hafa þetta sem mína aðalvinnu en ég ætla að hætta því. Það er rosalega erfitt að lifa á tónlistinni hérna heima. Það eina sem gefur pening er að spila á böllum og ég bara nenni því ekki lengur," segir Jakob Smári, sem hefur lengi verið talinn einn besti bassaleikari þjóðarinnar. Hann er búinn að fá starf sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og verður bassaleikurinn því í aukahlutverki hjá honum þangað til annað kemur í ljós. Jakob Smári hóf feril sinn fyrir 31 ári með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Þegar hann var tvítugur sagði hann upp dagvinnunni og hellti sér út í spilamennsku með rokksveitinni Das Kapital og hefur verið atvinnumaður í faginu nánast óslitið síðan. Meðal annarra sveita sem hafa notið krafta hans eru Grafík og Egó, auk Bubba Morthens. „Ég ætlaði að gera eins og Brad Pitt sem ætlar að hætta að leika þegar hann verður fimmtugur en ég gat það ekki," segir hinn 48 ára Jakob. Hann er þó enn með nokkur verkefni í bakhöndinni, þar á meðal með Láru Rúnarsdóttur og bandaríska tónlistarmanninum John Grant. Hann spilar með Grant á næstu plötu hans sem kemur út í janúar og á tónleikum í Háskólabíói í júlí. „Það er rosalega gaman að fá að vinna með honum og mikill heiður. Maður bara buktar sig og beygir." -fb
Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira