Hlynur Helgason, myndlistarmaður og heimspekingur, flytur hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag undir yfirskriftinni Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu.
Fyrirlesturinn er í tengslum við sýninguna „Sjálfstætt fólk" og er sá fjórði í röðinni af framsögum og ræðum fræðimanna, aðgerðarsinna og listamanna, sem er hluti af sýningu Hlyns Hallssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Kerfi. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Fyrirlesturinn í Hafnarhúsinu hefst klukkan 12.15 og stendur til 12.45.
Hádegiserindi í Hafnarhúsi
